magnus

Kynning á starfi framhaldsskólanna!

Kæru nemendur og forráðamenn   Næstkomandi þriðjudag, 22. janúar, verður kynning á starfi framhaldsskólanna, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni í Sunnulækjarskóla. Kynningin verður í kl. 18:00 í Fjallasal og er ætluð nemendum í 10. bekk og forráðamönnum þeirra. Að kynningunni standa fulltrúar hvors skóla fyrir sig.   Það verða þau Agnes Ósk Snorradóttir, náms- …

Kynning á starfi framhaldsskólanna! Read More »

Í byrjun árs 2013!

Skólastarf hófst að loknu jólafríi fimmtudaginn 3. janúar. Nemendur voru afslappaðir eftir gott jólafrí. Framundan er lota fram að annarskilum í kringum 20. febrúar. Margt skemmtilegt er framundan. Leikhópurinn Lopi er að æfa leikrit sem frumsýnt verður í lok febrúar. Í leikhópnum eru um 20 leikarar og um 6 manna tæknihópur. Hópurinn hefur verið við …

Í byrjun árs 2013! Read More »

Akstur heim vegna veðurs!!

Vegna veðurs verður öllum nemendum ekið heim í dag! Byrjað er að aka nemendum 1. – 6. bekkjar heim og síðan verður nemenduum á unglingastigi ekið heim! Stjórnendur!

Afmælissýningin um helgina!

Sýning í tilefni 160 ára afmælis Barnaskólansá Eyrarbakka  og Stokkseyri verður opin frá 11.00 – 14.00 laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október. Kaffi verður á könnuni!  Sagt er frá sýningunni á heimasíðu sveitarfélagsins arborg.is Hvetjum við alla velunnara skólans til að koma og rifja upp söguna! Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri!

Tónleikarnir 21. október!

Fjáröflunar- og súputónleikar BES verða haldnir sunnudaginn 21. október í sal skólans á Stokkseyri. Atburðurinn hefst kl. 12.00. Tilgangur tónleikanna er tvíþættur. Að safna fyrir ábreiðu yfir flygilinn okkar og fleira sem honum tengist og einnig að sjá okkar frábæru nemendur bæðiu núverandi og fyrrverandi spila og syngja. Einnig koma fram foreldrar og starsmenn. Þetta …

Tónleikarnir 21. október! Read More »

Fræðslufundur fyrir foreldra 7. – 10. bekkinga miðvikudaginn 17.10.

Mikilvægt!  Fræðsla fyrir foreldra nemenda í unglingadeild  BES verður haldinn  miðvikudaginn 17. október kl. 18:30. Fyrirlesturinn ber heitið „Fjárfestum í tíma með börnunum okkar“ og er það  Davíð Bergman Davíðsson meðferðarráðgjafi  fjallar um áhættuhegðun unglinga í kjölfar  fræðslu í 9. og 10. bekk í grunnskólum Árborgar dagana 24. – 28. september.  Þetta er nokkuð sem …

Fræðslufundur fyrir foreldra 7. – 10. bekkinga miðvikudaginn 17.10. Read More »

Framkvæmdir við húsnæði skólans á Stokkseyri

Síðan á fimmtudag hefur vinnuhópur verið að leggja stéttar í kringum húsnæði skólans á Stokkseyri. Þegar því verki lýkur verða stéttar allt í kringum skólann. Þetta breytir umhverfi skólans verulega  og auðveldar öllum að ferðast á milli húsa á skólalóðinni. Af þessu er einnig mikli prýði og nú verður hægt að fara að skipuleggja svæðið …

Framkvæmdir við húsnæði skólans á Stokkseyri Read More »

Vinna við tónlistarmyndband.

Sunnudaginn 7. október var hópur nemenda BES við upptöku á tónlistarmyndbandi á Eyrarbakka. Um var að ræða tónlistarmyndband með Ásgeiri Trausta. Vinnan við þetta hófst um 14.30 er 24 nemenda hópur úr 2. – 4. bekk mætti með reiðhjólin sín við skólann þar sem kvikmyndagerðarfólkið tók við þeim. Eftir smá búningavinnu var haldið út á …

Vinna við tónlistarmyndband. Read More »

KEPPNISFERÐ Á LAUGARVATN!

Fimmtudaginn 27. september fer hópur nemenda úr 5 – 10. bekk á Laugarvatn til að keppa í frjálsum íþróttum. Lagt verður af stað frá BES upp úr 09.30. Reiknað er með að keppninni ljúki um 14.00 en eins og allir vita getur það dregist. Keppt verður í spjótkasti, langstökki og 60 m hlaupi.  Áfram BES!!!!

ÚTIVISTARDAGURINN 26. SEPTEMBER!

Miðvikudaginn 26. september verður útivistardagurinn á BES. Hann verður að þessu sinni á Stokkseyri.  Hann hefst 08.15 á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem nemendur  mæta í sínar heimastofur og vinna þar í Olweusarverkefni til 9:25. Nemendur á Eyrarbakka og Stokkseyri fá stuttan fyrirlestur um góð samskipti í heimi íþróttanna.  Um kl. 10.00 fara 7. – 10. …

ÚTIVISTARDAGURINN 26. SEPTEMBER! Read More »