Skóladagatal 2022-2023 komið á heimasíðu BES
Skóladagatal Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir skólaárið 2022-2023 er nú að finna undir flýtihnöppum á heimasíðu skólans.
Skóladagatal Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir skólaárið 2022-2023 er nú að finna undir flýtihnöppum á heimasíðu skólans.
Á dögunum komu þrír kennarar frá Tékklandi í heimsókn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. BES er Erasmus+ skóli sem þýðir m.a. að kennarar frá Erasmus+ skólum í Evrópu geta komið í heimsókn og skoðað skólastarfið okkar og kynnt sitt skólastarf hér. Þrír kennarar frá skóla í borginni Mariánské Lázně fengu að „skugga“ kennara í …
Á dögunum var staða deildarstjóra stoðþjónustu við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri auglýst en Sædís Ósk Harðardóttir hafði gegnt þeirri stöðu. Alls bárust átta umsóknir og eftir ítarlegt ferli atvinnuviðtala var Ragna Berg Gunnarsdóttir ráðin í stöðu deildarstjóra stoðþjónustu við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hún hefur störf sem deildarstjóri 1. júní næstkomandi. Ragna hefur …
Lið Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri stóð sig glæsilega í undanriðli Skólahreysti sem fram fór miðvikudagskvöldið 27. apríl. Þau Vésteinn, Eyrún, Jóhanna og Halldór og Heiðný voru fulltrúar okkar í keppninni og náðum við 38 stigum – vel gert! Stuðningsliðið okkar var til fyrirmyndar og voru okkar fulltrúar sjálfum sér og skólanum til sóma.
Framundan er árshátíð yngra stigs en hún fer fram föstudagsmorguninn 8. apríl kl. 10:30 í hátíðarsal skólans á Stokkseyri. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir. Að lokinni árshátíð verður boðið upp á hamborgaraveislu fyrir alla á yngra stigi. Skólastarfi á yngra stigi lýkur kl. 12:30. Stjörnusteinar frístund hefur sína starfsemi kl. 13:15, skólinn sér um gæslu …
Dagnana 14. -18. mars síðastliðinn fengum við í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri skemmtilega heimsókn frá félögum okkar í Erasmus+ verkefninu okkar Undur vatns í náttúru og vísindum. Þessir gestir komu frá Danmörku, Eistlandi og Króatíu en það eru samstarfslönd okkar í þessu verkefni. Eins lesa má út úr nafni verkefnisins þá fjallar það um …
Heimsókn frá Evrópu – undur vatns í náttúru og vísindum Read More »
Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á Eyrarbakka þriðjudaginn 15. mars 2022. Nemendur 7. bekkjar spreyttu sig á lestri texta og ljóðaflutningi en nemendur 6. bekkjar voru sérstakir gestir ásamt foreldrum. Einn nemandi þurfti að lesa í gegnum fjarfundabúnað þar sem hann var veikur heima og vildi ekki missa af keppninni. Dómnendin var gríðarlega öflug, skipuð …
Á morgun er Öskudagur og munum við brjóta skólastarfið upp þess vegna. Nemendur unglingastigs munu hitta nemendur yngra stigs á Stokkseyri kl. 10 og slá köttinn úr tunnunni. Þá tekur við skemmtileg dagskrá þar sem nemendur og starfsmenn vinna saman í leik og starfi. Skóladeginum lýkur kl. 12:30, skólinn býður upp á gæslu fyrir þá …
Á dögunum fengum við í BES heimsókn kennara frá borginni Lille í Frakklandi. Kennararnir fengu að fylgast með í kennslu hjá okkur ásamt því að heimsækja aðra leikskóla og grunnskóla í Árborg. Kennararnir hrifust mjög af skólastarfi í Árborg, þeir voru sérstaklega hrifnir af stuðningi sem nemendur fá í kennslu og miklu vægi list- og …
Þar sem veðurspár eru verulega slæmar fyrir daginn mun skólabíll ekki ganga í dag, föstudaginn 25. febrúar. Skólinn mun hins vegar stefna að skólastarfi, húsin munu opna kl. 7:30. Bestu kveðjur, Páll Sveinsson, skólastjóri