3. bekkur námskrá

Dagsskipulag: Kennsla 3. bekkjar fer aðallega fram í heimastofu með umsjónarkennara sem sér um allt bóklegt nám. Í verkgreinum er nemendum skipt í tvo hópa í smíði/hannyrðum og heimilisfræði/sund og skiptast hópar á að fara fyrir og eftir áramót. Bókasafn/myndmennt er kennt aðra hvora viku. Allur bekkurinn er saman í tónmennt, íþróttum og dansi. Skólinn opnar 7:40 geta nemendur þá komið inn í anddyri og í matsal.  Tímar hefjast 8:15 og lýkur kennsludegi 13:15.

Vikuáætlun: Í byrjun hverrar viku gera nemendur sína eigin vikuáætlun með umsjónarkennara. Þá setja nemendur sér námsmarkmið fyrir vikuna og hafa svo fimm daga til að ná þeim. Slík vinna hvetur til sjálfstæðis í vinnubrögðum og til ábyrgðar fyrir eigin námi.

Heimanám: Heimanám kemur heim á þriðjudögum og skal skila því á mánudögum. Foreldrar eru hvattir að gefa börnum sínum góðan tíma í heimanámið en gott er að miða við 20-30 mín. á dag. Ef nemandi nær ekki að klára heimanámið heima skal hann samt skila því inn.

Námsmat: Á yngsta stigi er símat sífellt í gangi í formi heimanáms, verkefna og yfirferðar á vinnubókum. Auk þessa eru reglulega kannanir og lestrarprófað á hverri önn. Við annarskil eru markmið annarinnar skoðuð nánar og merkt við hvað hefur náðst og hvað þarf að bæta. Það er mikilvægt að vera með stöðugt námsmat í gangi allt skólaárið og geta foreldrar hjálpað mikið til varðandi námsframvindu með því að aðstoða við heimanám og vera í reglulegu sambandi við umsjónarkennara um námsgengi.

 

Íslenska

Lestur og bókmenntir

Að nemendur:

 • verði færir um að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar og verði færir um að leita sér upplýsinga úr bókum
 • efla orðaforða sinn og málskilning og bæti lesskilning, framburð og lestrarhraða með fjölbreyttum verkefnum
 • hafi greiðan aðgang að fjölbreyttu lesefni s.s. fræðibókum, handbókum, tímaritum og skáldverkum fyrir börn bæði í kennslustofunni og á skólabókasafni kynnist nokkrum íslenskum og erlendum barnabókahöfundum, sögum þeirra og/eða ljóðum
 • fái tækifæri til að lesa og kynnast sögum, þjóðsögum, ævintýrum, dæmisögum og skopsögum
 • geri sér grein fyrir hugtökunum söguþráður og sögulok
 • læri nokkur þekkt ljóð og vísur
 • þekkja hugtökin söguþráð, sögupersónu og boðskap

Ritun

Að nemendur:

 • nái tökum á að draga rétt til stafs
 • venji sig á að skrifa vel og vanda allan frágang
 • geti tjáð sig skriflega og fái tækifæri til að skrifa margvíslega texta t.d. stuttar frásagnir úr eigin lífi, sendibréf eða póstkort
 • fái tækifæri til að semja sögur og ljóð
 • þjálfist í að skrá hjá sér einfaldan texta eftir upplestri
 • þjálfist í að stafsetja rétt með margvíslegum verkefnum
 • læri einfaldar stafsetningareglur, t.d hafa bil á milli orða, stóran upphafsstaf á eftir punkti og enga upphafsstafi í miðjum orðum

Málfræði

Að nemendur:

 • þekki stafrófið og geri greinarmun á sérhljóðum og samhljóðum
 • þekki hugtökin samheiti, andheiti, sérnafn, samnafn og þekki samsett orð
 • geri sér nokkra grein fyrir orðflokkunum nafnorð, sagnorð og lýsingarorð
 • fái tækifæri til að nota tungumálið á fjölbreyttan hátt t.d. með rímleikjum, söngvum, ljóðagerð, orðaleikjum o.fl.

Talað mál og hlustun

Að nemendur:

 • hlusti á upplestur á sögum og/eða ljóðum sem kennarinn eða nemendur lesa eða sem flutt eru á hljóð- eða myndböndum
 • æfist í að fara eftir munnlegum fyrirmælum bæði í leik og starfi
 • vera fær að tjá sig frammi fyrir hópi
 • geta endursagt sögur eða atburði
 • hafa skýran og áheyrilegan framburð

 

 Haustönn-námsmarkmið

 Lestur og bókmenntir:

 • auka leshraða
 • auka lesskilning
 • velja sér bækur við hæfi
 • stuðla að skýrum og áheyrilegum lestri

 Ritun:

 • draga rétt til stafs
 • semja eigin sögur og ljóð
 • læri einfaldar stafsetningareglur

Málfræði:

 • þekkja stafrófið
 • gera greinarmun á sérhljóðum og samhljóðum
 • þekkja nafnorð

Hlustun og áhorf:

 • vera fær um tjá sig frammi fyrir hópi
 • stuðla að skýrum og áheyrilegum framburði

 

 Miðönn – námsmarkmið

 Lestur og bókmenntir:

 • auka leshraða
 • auka lesskilning
 • velja sér bækur við hæfi
 • stuðla að skýrum og áheyrilegum lestri

 Ritun:

 • draga rétt til stafs
 • kynnist tengiskrift
 • þjálfa vönduð vinnubrögð
 • æfa sig í að skrifa einfaldan texta eftir upplestri
 • æfa stafsetningu með fjölbreyttum verkefnum

 Málfræði:

 • þekkja andheiti og  samheiti
 • þekkja sagnorð

 Talað mál og hlustun:

 • stuðla að skýrum og áheyrilegum framburð
 • endursegja sögur og atburði

 

Vorönn – námsmarkmið

 Lestur og bókmenntir:

 • auka leshraða
 • auka lesskilning
 • velja sér bækur við hæfi
 • stuðla að skýrum og áheyrilegum lestri

 Ritun:

 • draga rétt til stafs
 • auki færni sína í tengiskrift
 • vinna með eigin frásagnir

 Málfræði:

 • þekkja samsett orð
 • þekkja lýsingarorð

 Talað mál og hlustun:

 • stuðla að skýrum og áheyrilegum framburð
 • æfa færni í að tjá sig frammi fyrir hóp

Námsleiðir og kennsluaðferðir:

Lestur og bókmenntir: Nemendur hefja hverja kennslustund að morgni á yndislestri í 15 mín. Þá lesa nemendur í hljóði bækur sem þeir hafa sjálfir valið. Daglega er boðið upp á stund þar sem nemendur mega lesa bækur saman, ræða um innihald hennar og skiptast á skoðunum. Þjálfaður  verður samlestur innan bekkjarins þar sem nemendur skiptast á að lesa sama textann. Slík vinna þjálfar framkomu, framburð og athygli. Unnið verður með ljóð, kvæði, þjóðsögur og ævintýr markvisst og þar með fá nemendur tækifæri á að kynnast mismunandi sagnarformum og ritstíl. Heimalestur 5 x í viku er gífurlega mikilvægur þáttur þegar stuðla á að auknum leshraða. Auk þess eru nemendur hvattir að lesa sér til ánægju og yndis heima í eigin bókum.

Ritun: Í skólanum er unnið með sögugerð og ljóðagerð í 2x-3x í viku og daglega vinna nemendur með einhverskonar verkefni þar sem ritunnar er krafist. Í heimanámi eru fjölbreytt ritunarverkefni svo sem að skrifa texta eftir forskrift, semja eigin sögur, semja ljóð og æfa sig í að draga rétt til stafs. Ritun fléttast einnig inn í langflestar bóklegar námsgreinar þar sem nemendur eru ýmist hvattir til þess að skrifa texta frá eigin brjósti, eiga að svara spurningum skriflega, skrifa í vinnubók eða eftir forskrift.

Málfræði: Unnið er með málfræði í daglegu tali í skólanum. Hvenær sem tækifæri gefst er komið inn á nafnorð, sagnorð og lýsingarorð, andheiti, samheiti og samsett orð. Nemendur munu sérstök verkefni í skólanum sem og í heimanámi. Markmið er að nemendur geri sér grein fyrir byggingu málsins og átti sig á geri sér grein fyrir orðflokkunum nafnorð, sagnorð og lýsingarorð. Foreldrar geta tekið virkan þátt í þjálfun málfræði heimavið með spurningum og umræðum um viðfangsefni vikunnar hverju sinni.

Hlustun og áhorf: Notast er við aðferðir leikrænnar tjáningar til að þjálfa nemendur í að koma fram og tala fyrir framan bekkjarfélaga og í leiðinni efla sjálfstraust og bekkjaranda.

Námsgögn:

 • Lestarbækur frá Námsgagnastofnun
 • Bækur frá bóksafni sem hver og einn nemandi velur sér.
 • Ritrún 1, 2 og 3.
 • Skrift 2, 3 og 4
 • Góður, betri,      bestur
 • Lesum saman – lestrarbók og vinnubók
 • Ás og Tvistur
 • Ýmislegt efni af vef, bæði útprentað og gagnvirkt eins og af Skólavef og vef Námsgagnastofnunnar.

 

Námsmat

Lestur: Hraðlestrarpróf og lesskilningspróf sem lögð eru fyrir nemendur einu sinni á hverri önn.

Skrift: Skriftarbækur eru metnar til jafns við sérstaka skriftarkönnun sem lögð er fyrir á vorönn. Einnig fyllir kennari út þar til gert matsblað sem tekur til annara þátta s.s. virkni, áhuga, vinnusemi, frumkvæði, vinnufrið og sjálfstæðum vinnubrögðum. 

Málfræði: Litlar kannanir eru lagðar fyrir nemendur með reglulegu millibili til þess að kanna jafnóðum skilning á þeim efnisatriðum sem farið er í. Einnig eru málfræðiþættir prófaðir í námsmatsviku fyrir hver annarskil. Einnig fyllir kennari út þar til gert matsblað sem tekur til annara þátta s.s. virkni, áhuga, vinnusemi, frumkvæði, vinnufrið og sjálfstæðum vinnubrögðum.

Sjá matsblað: Matsblað í íslensku

 

Stærðfræði

Markmið

Að nemendur:

 • búi til eigin þrautir og semji stuttar sögur um stærðfræðileg verkefni
 • útskýri hvernig þeir leysa verkefni fyrir bekkjarfélögum og kennara
 • leysi þrautir sem tengjast daglegu lífi
 • meti hvort fullyrðingar sem settar eru fram séu sannar
 • öðlist góð tök á undirstöðuatriðum stærðfræðinnar s.s. samlagningu, frádrætti, margföldun og kynnist deilingu
 • geti skráð og lesið tölur á bilinu 1-1000 ásamt einföldum brotum
 • kynnist neikvæðum tölum og skoði t.d. á talnalínu og vasareikni
 • þjálfist í að lesa á klukku, vinni með tímareikninga og tímaáætlanir
 • þjálfist í að lýsa umhverfi sínu og hlutum með stærðfræðilegum hugtökum, t.d. tvívíð og þrívíð form, vinni með mælingar og mælieiningar, samhverfur o.fl.
 • þjálfist í notkun mismunandi hjálpargagna t.d. kubba, talnagrinda, skýringarmynda, vasareikna o.fl.
 • þjálfist í námundun talna að næsta heila tug og hundraði
 • kynnist hlutföllum og einföldum almennum brotum
 • skoði talnamynstur
 • temji sér vönduð vinnubrögð og geti leyst einföld reikningsdæmi sjálfstætt

 Haustönn – námsmarkmið:

 • samlagning þriggja stafa talna með ýmsum aðferðum
 • frádráttur þriggja stafa talna með ýmsum aðferðum
 • skrá upplýsingar og lesa úr súluriti
 • vinna með peninga og þekkja gildi peninga
 • þekkja helstu mælieiningar og geta lesið úr þeim
 • kynnast margföldun

 Miðönn – námsmarkmið:

 • rúmmál og flatarmál
 • 1x-5x taflan lærð utanbókar í margföldun
 • kynnast deilingu
 • þjálfun í að lesa á klukku, venjulega og stafræna

 Vorönn – námsmarkmið:

 • 6x-10x taflan lærð  utanbókar í margföldun
 • átta sig á samhengi milli deilingar og margföldunar
 • átti sig á hvað rúmfræði er
 • læri hvað almenn brot eru 

Námsgögn: Bækurnar Sproti 3a og Sproti 3b verða aðalnámsbækur stærðfræðinnar. Til viðbótar verður leitað í Einingu 5 og 6 eftir ítarefni, sérstaklega í verklegri stærðfræði þar sem nemendur gera ýmiskonar tilraunir og læra með því að prófa sig áfram. Í margföldun og deilingu verða bækurnar Við stefnum á margföldun og Við stefnum á deilingu notaðar. Annað ítarefni mun kennari útvega, bæði útprentuð verkefni sem og gagnvirk.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Undirstöðuatriði verða lögð inn í tímum og verkefni unnin bæði heima og í skólanum til frekari þjálfunar og reynt verður að leggja áherslu á verklega kennslu. Reglulega fá hópar vandamál til að leysa og rætt verður um aðferðir mismunandi hópa og komist að niðurstöðu. Auk ofangreindra markmiða verður nemendum kennt að temja sér vönduð vinnubrögð í sinni vinnu, læra að setja upp dæmi á skýran og læsilegan máta og æfðir í að „lesa“ stærðfræði eins og orðadæmi í samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu.

Námsmat: Einkunn verður byggð á könnunum sem lagðar eru fyrir með reglulegum hætti yfir önnina á móti prófi sem er lagt fyrir í námsmatsviku á hverri önn fyrir sig. Einnig fyllir kennari út þar til gert matsblað sem tekur til annara þátta s.s. virkni, áhuga, vinnusemi, frumkvæði, vinnufrið og sjálfstæðum vinnubrögðum.

 

Samfélagsfræði

Markmið

Að nemendur:

 • kynnist Íslandi áður fyrr
 • átti sig á muni lífsins nú og áður fyrr
 • átti sig á uppbyggingu landakorts
 • læri að þekkja áttirnar, taka leiðbeiningum og vísa til vegar
 • þjálfist í að vinna sjálfstætt og í hóp
 • fái að tjá sig um frásagnir eða fréttir
 • geri sér grein fyrir muninum á sannsögu og skáldsögu

Námsgögn: Komdu og skoðaðu landakort, Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti, Kostuleg kort og gröf. Ítarefni, bækur af skólabókasafni eða efni af veraldarvefnum.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Námsefnið verður lesið og rætt með nemendum. Nemendur vinna einir og í hópum að margvíslegum verkefnum þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta úrvinnslu. Samfélagsfræði er mikið fléttuð í aðrar námsgreinar og oft kennd í þemum.

Námsmat: Sjálfsmat nemenda þar sem þeir fylla út þar til gert matsblað og umsögn frá kennara sem hann metur nemendur með sama hætti og nemandinn sjálfur. Kennari skilar svo umsögn sem hann útbýr út frá þeim gögnum sem hann hefur.

Sjá matsblað: Matsblað í Samfélagsfræði

 

Upplýsingatækni

Markmið

Að nemendur:

 • fái þjálfun í  fingrasetningu á tölvu
 • þjálfist í að afla sér upplýsinga úr bókum
 • læri samvinnu á tölvur
 • fái tækifæri á að nota tölvur í námslegum tilgangi svo sem gagnvirka námsleik á neti auk ýmissa kennsluforrita

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Ekki verður sérstakur tími notaður í tölvukennslu heldur verður upplýsingatækni fléttuð í almennt skólastarf. Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni á tölvur ýmist einstaklingslega eða í hópi.

 

Lífsleikni

Markmið

Að nemendur:

 • geri sér grein fyrir leikreglum í mannlegum samskiptum
 • fái tækifæri til að efla samskiptafærni sína t.d. samvinnu við aðra, setja sig í spor annarra og að hlusta á aðra
 • læri almenna kurteisi
 • geri sér grein fyrir að ekki eru allir eins og að bera virðingu fyrir sérstöðu annarra
 • fái tækifæri til að tjá hugsanir, skoðanir, tilfinningar og væntingar

Námsgögn: Gripið verður í efni úr ýmsum áttum. T.d. atburðir líðandi stundar, stuðst við Artþjálfun og einnig unnið samkvæmt Olweusaráætlun gegn einelti.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Lífsleikni er samofin öllu námi nemenda en að auki verður greinin kennd í einn tíma á viku. Markmiðið er að lífsleikni kennslan verði í formi bekkjarfunda þar sem kennari kemur með innlegg um ákveðið efni, lesnar klípusögur og framkvæmdar æfingar. Auk þess eru bekkjarfundirnir tækifæri til þess að ræða mál líðandi stundar ef einhver vandamál koma upp í bekknum.

Námsmat: Sjálfsmat nemenda þar sem þeir fylla út þar til gert matsblað og umsögn frá kennara sem hann metur nemendur með sama hætti og nemandinn sjálfur. Kennari skilar svo umsögn sem hann útbýr út frá þeim gögnum sem hann hefur.

Sjá matsblað: Matsblað í lífsleikni

 

Náttúrufræði

Markmið:

 • Að nemendur læri um sitt nánasta umhverfi, þekki jurtir og dýr
 • kynnast helstu lífverum í nánasta umhverfi, þar á meðal íslensku húsdýrunum
 • skilja að vatn getur skipt um ham
 • Að nemendur séu vaktir til umhugsunar um umhverfismál, umgengni við náttúruna
 • geta lýst nokkrum einföldum en ólíkum lífsferlum lífvera, svo sem fræ verður að plöntu, lirfa verður að fiðrildi, úr eggi kemur ungi, barn verður til
 • þekkja hringrás vatnsins í tengslum við ólík birtingarform þess í náttúrunni
 • Að nemendur þjálfist í að vinna saman og skiptast á skoðunum
 • Að nemendur kynnist fjölbreyttum vinnubrögðum sem reyna á sköpunargleði og þjálfa hug og hönd
 • Þekki að jörðin er byggð upp af kjarna, möttli og jarðskorpu

Námsgögn: Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera. Komdu og skoðaðu hafið. Ýmis konar efni af vef, útprentað og gagnvirkt

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Námsefnið verður lesið og rætt með nemendum. Unnin verða einstaklingsverkefni og verkefni í hópum,  gerðar tilraunir, umræður og útikennsla.

Námsmat: Sjálfsmat nemenda þar sem þeir fylla út þar til gert matsblað og umsögn frá kennara sem hann metur nemendur með sama hætti og nemandinn sjálfur. Kennari skilar svo umsögn sem hann útbýr út frá þeim gögnum sem hann hefur.

 

Heimilisfræði

Markmið

Að nemendur:

 • geri sér grein fyrir að holl fæða stuðlar að góðri heilsu.
 • þekki algeng eldhúsáhöld, heiti þeirra og notkun.
 • fái þjálfun í að flysja og rífa niður grænmeti.
 • fái þjálfun í að fara eftir einföldum uppskriftum og fyrirmælum.
 • þekki fæðuflokkana og vinni sérstaklega með mjólkurflokkinn.
 • kynnist og bragði á þjóðlegum íslenskum mat.
 • geti unnið í samvinnu við aðra og skilji nauðsyn samstarfs innan fjölskyldunnar.
 • skilji mikilvægi hreinlætis við matreiðslustörf.
 • geri sér grein fyrir hvernig megi bæta og vernda umhverfið.

Námsgögn: Hollt og gott, heimilisfræði fyrir 3. bekk. Verkefnablöð. Uppskriftir frá kennara.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Umræður tengdar námsefni. Innlagnir. Sýnikennsla. Verklegar æfingar í eldhúsi, einstaklings- og hópvinna.

Námsmat: Metin verður ástundun í tímum, verklagni, frumkvæði, framfarir, samstarfshæfni og hegðun.

Sjá matsblað: Matsblað í heimilisfræði

 

Hannyrðir

Markmið:

 • Stuðla að samspili hugar og handa.
 • Efla sjálfstæð vinnubrögð og vandvirkni.
 • Nemendur læri að ganga vel um vélar og önnur áhöld sem notuð eru til verkefnagerðar.
 • Nemendur taki tillit til annarra og sýni þolinmæði.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Reynt verður að láta nemendur fást við verkefni sem hæfa bæði aldri og þroska barnanna, svo sem í prjóni, útsaumi og vélsaumi.

Námsmat: Metin verður ástundun í tímum, verklagni, frumkvæði, framfarir, samstarfshæfni og hegðun.

Sjá matsblað: Matsblað hannyrðir

 

Myndmennt

Markmið

Að nemendur:

 • kynnist fjölbreyttum efnum, verkfærum og noti fjölbreyttar aðferðir við   eigin myndsköpun. 
 • vinni myndverk á mismunandi tegundir pappírs s.s. þrykk og klippimyndir auk teiknunar og málunar.
 • þekki grunnformin og verkun þeirra í umhverfinu með skoðun á þeim og úrvinnslu í myndgerð.
 • blandi liti úr frumlitunum með áherslu á litatóna.
 • viti að ýmsir þættir í menningu þjóða, t.d. þjóðsögur, ævintýri og goðsagnir, hafa áhrif á myndrænar frásagnir.
 • geti lýst áhrifum verks t.d. hvort um er að ræða kvöld, nótt, dag o.s.frv. eða tilfinningalegum þætti s.s. gleði og sorg.
 • geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni jafnframt því að ganga frá efnum og áhöldum.

Kennsluaðferðir og leiðir: Leitast er við að þroska með nemendum hæfileika til að vinna sjálfstætt og efla hæfni þeirra til samstarfs við aðra þar sem sameiginleg verkefni er um að ræða.  Námið fer fram með umræðum, sýnikennslu, stuttum fyrirlestrum,  sýningu mynddæma.

Námsgögn: Myndmennt I, ýmis ítarefni af internetinu, listaverkabækur og efni frá kennara.

Námsmat: Umsögn er gefin í lok tímabils sem byggist á verklegri útfærslu, frágangi og skilum verkefna. Einnig er tekið tillit til framkomu samvinnu, framförum, vinnusemi, áhuga og umgengni.

 

Smíði og hönnun

Markmið:

 • Örva samstarf huga og handar. 
 • Gerð nytjahluta (t.d. leikfanga).
 • Umgengni og notkun á tækjum og tólum, notkun miðast við aldur hvers og eins.
 • Umgangast efni af skynsemi og nýtni (notist samt ágirndalaust eftir þörfum).
 • Gera sér grein fyrir slysahættu á vinnustað.
 • Varast mengun og skaðleg efni.
 • Nemendur læri nöfn og heiti hinna ýmsu hluta smíðastofunnar og geti beitt þeim í samræðum sín á milli og við kennara.
 • geta gengið frá verkfærum eftir sig og sópað í kringum vinnuaðstöðu sína
 • Umfram allt að nemandi velji sér verkefni miðað við aldur og getu þannig að hann geti unnið sem mest sjálfur, geti litið á verkið sem sitt og ber að virða sem slíkt.

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 6 þáttum: frumkvæði, getu til að fylgja leiðbeiningum, frágangi á verki, hegðun, áhuga og umgengni.  Fyrstu 4 þættirnir skora mest. Sjá matsblað fyrir smíði.  Gefið er í bókstöfum A-E þar sem A er hæst.

 

Tónmennt

Markmið:

 • Nemendur geti leikið á einföld skólahljóðfæri og beitt frumþáttum tónlistar í hljóðfæraleik.
 • Þekki helstu skólahljóðfæri
 • Geti slegið takt með skólahljóðfærum meðan sungið er.
 • Geta samið einfaldan undirleik (hljóðskreytt) við lög, sögu eða ljóð.
 • Geta sýnt fram á með hreyfingu að þau skynji efnisþætti tónlistar(t.d. takt).
 • Geti notað hugmyndaflug sitt til að túlka eigin upplifun á tónlist í dansi eða hreyfingu.
 • Geti dansað einfalda hringdansa.
 • Þekki G-lykil, nótnastreng, nótur, þagnir og fleiri tákn.
 • Geti notað röddina til tónsköpunar.
 • Geti sungið hreint með skýrum framburði.
 • Þekki og geti sungið nokkur einföld íslensk og erlend þjóðlög og sönglög.
 • Geta sungið stuttar einfaldar laglínur og takta á hrynheitum eða solfa nöfnum (do,re,mí,fa,so,la,tí).

Námsgögn: Skólahljóðfæri, námsefni af  ýmsum toga, Leikum og syngjum og stutt verkefni.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Mikil hreyfing, verkleg kennsla, stuttir fyrirlestrar, skrifleg verkefni og hópvinna.

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. skriflegum verkefnum og einnig verða gerðar stuttar kannanir á hverjum nemanda í söng, takti, tónsmíðum og hljóðfæraleik.

 

Dans

Markmið

Að nemendur:

 • taki þátt í hreyfileikjum (gangi í röð, í hringi og læri hoppspor).
 • kunni skil á hægi og vinstri fæti,hæl og tá, fram og aftur.
 • dansi einföld spor í samkvæmisdansi , t.d. spor í samba, valsi og  jive.
 • hlusti á tónlist með mismunandi tónfalli, hröð og hæg spor, skilgreinidansstöðu/hald.
 • læri að bjóða upp í dans.
 • læri a.m.k. einn tískudans.
 • læri gömlu dansana.

Námsmat: Einkunn fyrir frammistöðu í tímum, færni, hegðun og samvinnu.

 

Íþróttir

Markmið

Að nemendur:

 • læri og taki virkan þátt í margvíslegum leikjum og æfingum, sem jafnframt styrkja samskipti og samvinnu nemenda
 • læri að þekkja heiti helstu líkamshluta og hreyfinga
 • tileinki sér þær reglur og fyrirmæli sem í gildi eru í skólaíþróttum
 • upplifi skólaíþróttir á jákvæðan og skemmtilegan hátt
 • leysi verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tillit til annarra
 • öðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum eins og stríðni og einelti
 • taki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði

Hæfniviðmið

 • Einfaldar æfingar og leikir sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfinga
 • Þjálfun í notkun ólíkra áhalda
 • Fjölbreyttir leikir og æfingar sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og bæta líkamshreysti og þrek
 • Leikrænar undirbúningsæfingar fyrir einstakar íþróttagreinar
 • Hreyfinám og íþróttaiðkun utanhúss
 • Stöðluð próf til að meta líkamshreysti og liðleika
 • Einföld verkefni sem ná til sköpunar og leikrænnar tjáningar

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Líkamleg færni nemenda könnuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum.

 

Sund

Markmið

Að nemendur:

 • upplifi skólasund sem jákvæða og skemmtilega námsgrein
 • tileinki sér samskiptareglur í sundkennslu sem ná til
  • samvinnu nemenda
  • samvinnu nemenda og kennara
  • samvinnu nemenda og starfsmanna sundstaða
 • læri að taka tillit til annarra
 • taki þátt í ýmsum sundæfingum og sundleikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði
 • læri heiti helstu hreyfinga í vatni
 • læri að hlíta fyrirmælum og öryggisatriðum sundstaða

Hæfniviðmið

 • 12 m bringusund
 • 12 m skólabaksund, með eða án hjálpartækja
 • 8 m skriðsundsfótatök, andlit í kafi og armar teygðir fram
 • 6 m baksund, með eða án hjálpartækja
 • köfun eftir hlut á 1 til 1,5 m dýpi

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Sundfærni nemenda könnuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum 3. Sundstig.