Innritunarreglur

1. gr.
Öllum börnum, að jafnaði á aldrinum 6-16 ára, er skylt að sækja grunnskóla skv. lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Skólaskyld börn sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg eiga rétt á skólavist eftir því sem nánar segir til um í reglum þessum. Það á einnig við börn sem er ráðstafað til fósturforeldra eftir nánara samkomulagi.

Í Sveitarfélaginu Árborg eru starfræktir þrír grunnskólar, Vallaskóli, Sunnulækjarskóli og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þá er verið að undirbúa byggingu fjórða grunnskólans í Björkurstykki á Selfossi.  Hver grunnskóli tilheyrir ákveðnu skólahverfi sem nánar er skilgreint í 2. gr. Allir nemendur sem eiga lögheimili innan skólahverfis tiltekins grunnskóla eiga sjálfkrafa rétt á skólavist í viðkomandi skóla.

2. gr.
Vallaskóli. 
Hverfi Vallaskóla afmarkast af:

 • öllum svæðum norðan Fossvegar (norðan Móavegar)
 • Fossheiðar
 • Grashaga
 • Háengis
 • Álftarima
 • Langholts.

Eftirtaldar götur, svæði og bæir tilheyra upptökusvæði Vallaskóla:

Austurmýri Fossvegur Jórutún Seljavegur
Austurvegur Furugrund Kirkjuvegur Sigtún
Álftarimi Grashagi Kringlumýri Skólavellir
Árbakki Grenigrund Langamýri Sléttuvegur
Árbæjarvegur vestri Grænamörk Langholt Smáratún
Ártún Grænuvellir Larsenstræti Sóltún
Árvegur Hafnartún Laugardælavegur Sólvellir
Bankavegur Háengi Laxabakki Stekkholt
Birkigrund Heiðarvegur Lyngheiði Suðurlandsvegur
Birkivellir Heiðmörk Lækjarbakki Suðurtröð
Bæjartröð Hellismýri Mánavegur Sunnuvegur
Engjavegur Hellisskógur Merkiland Tryggvagata
Eyrarbakkavegur Hellubakki Miðtún Tröð
Eyravegur Hjarðarholt Norðurtröð Tunguvegur
Fagramýri Hlaðavellir Rauðholt Vallartröð
Fagurgerði Hrísholt Reynivellir Vallholt
Fossheiði Hrísmýri Réttarholt Víðivellir
Fossnes Hörðuvellir Selfossbæir Þóristún
Fosstún Jaðar Selfossvegur Þórsmörk

Sunnulækjarskóli.
 Hverfi Sunnulækjarskóla afmarkast af:

 • Háengi, Álftarima og Langholti í norðri
 • Starengi, Dælengi, Lágengi, Norðurhólum, Álfhólum, Dverghólum og Tröllhólum í vestri
 • Suðurhólum í suðri
 • Austurhólum í austri

Eftirtaldar götur, svæði og bæir tilheyra upptökusvæði Sunnulækjarskóla:

Aðaltjörn Gauksrimi Lóurimi Spóarimi
Akraland Gráhella Miðengi Starengi
Álfhólar Grundarland Móhella Stekkjarland
Álftarimi Grundartjörn Móland Suðurengi
Ástjörn Hulduland Mýrarland Suðurhólar
Bakkatjörn Háengi Nauthólar Tjaldhólar
Baugstjörn Hólatjörn Norðurhólar Tryggvagata (fyrir neðan Norðurhóla)
Dverghólar Hrafnhólar Seftjörn Tröllhólar
Dælengi Hraunhella Kelduland Urðartjörn
Erlurimi Hrauntjörn Seljaland Vallarland
Fagrahella Kálfhólar Sílatjörn Vörðuland
Fífutjörn Langholt Smáraland Þrastarimi
Folaldahólar Lágengi Snæland

Nýr skóli í Björkustykki (nemendur sækja Vallaskóla fyrst í stað).

Hverfi nýs skóla afmarkast af:

 • Fossheiði og Grashaga í norðri
 • KjarrmóaStarmóaBleikjulækEyrarlæk og Laxalæk í vestri
 • Suðuhólum í suðri
 • KjarrhólumGrafhólumBirkihólumLambhagaLaufhaga og Reyrhaga í austri
 • Nemendur sem búa í hinum gamla Sandvíkurhreppi og þ.m.t. Tjarnarbyggð
Akurhólar Gagnheiði Lágheiði
Álalækur Grafhólar Lyngmói
Berghólar Grashagi Melhólar
Birkihólar Hagalækur Móavegur
Bleikjulækur Heimahagi Nauthagi
Dranghólar Hellishólar Norðurhólar
Eyrarbakkavegur Hraunhólar Reyrhagi
Eyrarlækur Kerhólar Starmói
Eyravegur Kjarrhólar Suðurhólar
Fífumói Kjarrmói Tjarnarmói
Flugvöllur Lambhagi Urðarmói
Fossheiði Laufhagi Úthagi
Fossvegur Laxalækur Vesturhólar

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Eftirtaldar götur, svæði og bæir tilheyra skólahverfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri:

Álfsstétt, Bakarísstígur, Búðarstígur, Dvergasteinar; Eyrargata, Háeyrarvegur, Háeyrarvellir, Hjalladæl, Hjallavegur, Hulduhóll, Merkisteinsvellir, Mundakot, Nesbrú, Ólafsvellir, Sólvellir Eyrabakka, Túngata, Þykkvaflöt, Blómsturvellir, Bæir við Stokkseyri, Eyjasel, Eyrarbraut, Hafnargata, Hásteinsvegur, Heiðarbrún, Íragerði, Sandgerði, Stjörnusteinar, Stokkseyri, stök hús, Strandgata, Tjarnarstígur og bæir í fyrrum Eyrarbakka- og Stokkseyrarhreppi.

3. gr.
Heimilt er að veita undanþágu frá reglum þessum sem hér segir:

a)  Heimilt er að veita nemanda skólavist í grunnskóla utan þess skólahverfis sem hann á lögheimili í. Umsókn, á þar til gerðu umsóknareyðublaðinu beiðni um flutning milli grunnskóla, sem er á arborg.is, skal beint til skrifstofu fjölskyldusviðs, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi. Afgreiðsla umsókna er í samræmi við reglur þessar

b)  Ef nemandi flytur lögheimili milli skólahverfa er ekki gerð krafa um að hann flytji í annan skóla

c)  Ef þannig háttar til sem í a og  b lið greinir er heimilt að veita yngri systkinum skólavist í sama skóla. Umsókn, á þar til gerðu umsóknareyðublaði (Beiðni um flutning milli grunnskóla), skal beint til skrifstofu fjölskyldusviðs, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi

4. gr.
Synja skal beiðni samkvæmt a og c lið 3. gr.:

a)  Þegar sýnt er að að nægilegt húsrými er ekki til staðar fyrir fleiri nemendur en þá sem eiga sjálfkrafa skólavist

b)  Þegar sýnt er að flutningur nemenda á milli skóla leiði til fjölgunar hópa/bekkja í viðkomandi árgangi

5. gr.
Reglur þessar skal endurskoða í febrúar ár hvert. Reglur þessar öðlast þegar gildi við staðfestingu bæjarráðs Árborgar.

Reglur þessar eru settar með vísan í  18. gr. grunnskólalaga, nr. 91/2008.

Afgreitt í fræðslunefnd 13. mars 2019
Afgreitt á fundi bæjarstjórnar Árborgar 20. mars 2019.