Skólaráð
Skólaráð Barnaskólans er skipað 9 fulltrúum og starfar samkvæmt 8. gr grunnskólalaga en þar segir:
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.
Skólaráð 2022-2023
Skólastjóri:
Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir
gudrun.bjorg@barnaskolinn.is
Aðstoðarskólastjóri:
Ragna Berg Gunnarsdóttir
ragna.berg@barnaskolinn.is
Fulltrúar kennara:
Sigurþór Hjalti Gústafsson
sigurthor.hjalti@barnaskolinn.is
Fulltrúi starfsmanna:
Halla Guðlaug Emilsdóttir
hallag@barnaskolinn.is
Fulltrúar foreldrafélags:
Drífa Pálín Geirsdóttir
drifapalin@gmail.com
Fulltrúar foreldra:
Guðmundur Ármann
gudmundur.armann@me.com
Fulltrúar nemenda:
Hrafntinna Líf Elfarsdóttir
Alexander Árni Sófusson
Fulltrúi grendarsamfélags:
Hafdís Sigurjónsdóttir