Börn með annað tungumál

Kennarar nemenda með tvö eða fleiri tungumál felst í því að efla færni þeirra í íslensku. Þeir vinna á skipulegan hátt við að auðga íslenskuna og styrkja nemendur svo þeir megi vera virkir þátttakendur í skólasamfélaginu. En jafnframt munu kennararnir styðja við móðurmál og menningu hvers barns því þar er grunnurinn sem byggður er á.  Viðfangsefnin eru fjölbreytt en aðaláhersla er á að efla orðaforða í íslensku hjá tvítyngdum nemendum.   Orðaforða sem við notum daglega og orðum sem við heyrum eða sjáum koma oft fyrir í bókum og textum. 

Kennari tvítyngdra barna sér um að taka stöðumat á nýkomnum nemendum sem koma í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri frá öðru landi. 

Kennari tvítyngdra barna fylgist með velferð nemandans, hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo þau fái notið sín sem einstaklingar. 

HELSTU VERKEFNI ERU MEÐAL ANNARS:

 • Sinnir kennslu tvítyngdra nemenda.  
 • Kennir í hóptímum eða einstaklingstímum íslensku á öllum aldursstigum. 
 • Tekur stöðumat fyrir nýkomna nemendur 
 • Tekur þátt í teymisvinnu með tvítyngiskennurum og sérkennurum.  
 • Tekur þátt í teymisvinnu með kennsluráðgjafa Árborgar. 
 • Tekur þátt í að aðlaga námsefni fyrir nemendur eða finna námsefni sem skerpir á sérstökum þáttum. 
 • Sér um íslensku nám nýkomna nemenda og útbýr einstaklingsnámskrá - hæfniviðmið í Mentor. 
 • Veitir starfsfólki skólans ráðgjöf. 
 • Námsefnisgerð. 
 • Samráð við foreldra og teymisfundir vegna nemenda. 
 • Samvinna við stoðþjónustu og deildarstjórum. 

Einstaklingsnámsskrár - Einstaklingsnámskrá er námskrá gerð fyrir nemanda sem víkur frá Aðalnámskrá grunnskóla í einni eða fleiri námsgreinum. Til grundvallar henni liggur greining, sem staðfestir þroskafrávik eða annars konar frávik. Gera skal rökstudda einstaklingsnámskrá fyrir hvern nemanda, skv. 11.gr. reglugerðar um nemendur með sérþarfir. Einstaklingsnámskrá skal byggð á hæfniviðmiðum í skólanámsskrá og vera unnin í takt við áherslur í teymisáætlun og í samstarfi. Einstaklingsnámskrá nemenda inniheldur námsmarkmið í námsgreinum þar sem þörf er á aðlögun, útskýringu á kennsluskipulagi ásamt upplýsingum um námsgögn og námsefni. Stöðu nemenda í námi skal endurskoða með reglulegu námsmati í samstarfi fagfólks sem koma að námi nemandans. 

Fjölmenningarleg menntun í Sveitarfélaginu Árborg

Handbók fyrir leik- og grunnskóla er að finna á síðu Árborgar - Fjölmenning og fjölbreytileiki

Síðustu áratugi hefur margbreytileiki menningar aukist stórlega og hnattvæðing er veruleiki sem við búum við. Við gerð handbókarinnar var stuðst við efni sem önnur sveitarfélög hafa gert.