Bókasafn

merki

Safnvörður: Hafdís Sigurjónsdóttir

 

Skólabókasafn Stokkseyri
 480 3223
8:15 - 13:55  alla virka daga nema föstudaga

Skólabókasafn Barnaskólans er staðsett á 2. hæð í húsnæði skólans á Stokkseyri og sinnir nemendum í 1. – 6. bekk, er það jafnframt almenningssafn. Lítið útibú er í skólanum á Eyrarbakka og sinnir það nemendum í 7. – 10. bekk.

Nemendum í 3. – 6. bekk er heimilt að fá lánaðar bækur heim, hámark 3 í einu og lánstími eru 30 dagar. 1. -2. bekkur fá bækur að láni inn í stofur.

Það er hægt að fá flestar bækur bókasafnsins að láni, en ýmsar handbækur eru einungis til notkunar á safninu.

1. – 6. bekkur eiga fasta tíma á bókasafninu, 80 mín. í hverri viku.

Allur safnkosturinn er skráður í tölvukerfið Leitir (sjá www.leitir.is), sem er sameiginlegt bókasafnskerfi fyrir allt landið.

Sá sem tekur bók að láni ber ábyrgð á henni. Ef hún týnist eða skemmist verður viðkomandi nemandi eða forráðamaður hans að bæta safninu bókina.

Markmið:

  • Að kenna nemendum að nota bókasöfn
  • Örva lestur
  • Tryggja auðveldan aðgang að safnkosti
  • Að nemendur geti fundið og notað upplýsingar á skilvirkan hátt