Náms- og starfsráðgjöf

Hildur Bjargmundsdóttir
hildur@barnaskolinn.is

Leiðsögn og ráðgjöf í Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyri 2020-2021 

Þar sem BES hefur ekki náms- og starfsráðgjafa skólaárið 2020-2021 sinnir Hildur Bjargmundsdóttir nemendaráðgjöf ásamt því að vera leiðsagnarkennari.

Leiðsagnarkennari í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri veitir leiðsögn og ráðgjöf til kennara og nemenda skólaárið 2020-2021. 

Nemendur:  

Aðstoð leiðsagnarkennara til nemenda beinist að því að auka þekkingu þeirra á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi og auðveldi ákvörðun um nám og starf að loknum grunnskóla. 

Aðstoðin felst meðal annars í: 

  • viðtölum 
  • upplýsingagjöf og upplýsingaöflun um skóla, nám, störf og atvinnulíf 
  • áhugasvið, gildismati og hæfileikar skoðuð 

Nemendur og/eða forráðamenn geta bókað viðtöl hjá leiðsagnarkennara með því að koma við, hringja eða senda tölvupóst. Einnig geta kennarar/starfsfólk skólans aðstoðað nemendur við að bóka viðtal. 

Nemendur í 9. -10. bekk fá reglulega fræðslu inn í bekk  þar sem helsta markmið er að undirbúa nemendur sem best fyrir ákvarðanatöku er varðar nám og störf að loknum grunnskóla. 

  • Nemendur skoða hvernig þeir geta bætt náms- og lífsvenjur sínar. 
  • Nemendur skoða áhugasvið sitt, styrkleika og hvar þeir fái best notið sín. 
  • Nemendur þjálfist í að setja sér markmið og horfi til framtíðar. 
  • Nemendur kynnist námi og störfum með upplýsingaöflun og heimsóknum í fyrirtæki og í framhaldsskóla. 

Stuðst er m.a. við námsefnið Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla, Stefnan sett, Margt er um að velja, og ýmis önnur verkefni.  

 

Kennarar:  

Leiðsagnarkennari  tekur að sér leiðsögn við starfsnámsnema, nema/vettvangsnema og nýliða í starfi. Leiðsagnarkennari er faglegur leiðtogi í lærdómssamfélagi grunnskóla og er/getur verið starfandi kennurum til ráðgjafar þegar kemur að starfsþróun og endurmenntun. 

Leiðsagnarkennari hittir nýja kennara reglulega yfir skólaárið og veitir þeim stuðning og ráðgjöf. Hann er einnig til taks fyrir reynda kennara ef þeir óska eftir því.