Náms- og starfsráðgjöf

 

 

Nafn, náms- og starfsráðgjafi
barnaskolinn@barnaskolinn.is

 

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnaskyldu um einkamál þeirra að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002. Hann leitast við að aðstoða þá við lausn ýmissa mála sem upp koma. Hann stendur vörð um velferð nemenda á breiðum vettvangi og veitir þeim ráðgjöf. Hann vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á og aðra sérfræðinga innan og utan skólans. Námsráðgjafi er ekki meðferðaraðili en aðstoðar við lausn á vandamálum og  vísar málum einstaklinga til viðeigandi sérfræðings s.s. sálfræðings, hjúkrunarfræðings og sérkennara, eftir því sem við á.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru:

 • Nám, námstækni og prófkvíði
 • Framhaldsnám og starfsval
 • Aðstoð við raunhæfar áætlanir m.t.t. áhugasviðs
 • Persónuleg mál

Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.

Dæmi um erindi nemenda til náms- og starfsráðgjafa er tengjast náminu:

 • Skipulag heimanáms
 • Einbeitingarskortur í náminu
 • Skipulagsleysi
 • Kvíði tengdur skólagöngu og prófum
 • Mætingar
 • Námsleiðir
 • Starfsval

Nemendur geta leitað beint til námsráðgjafa með þau mál sem þeim liggja á hjarta. Jafnframt geta foreldrar, kennarar og stjórnendur skólans vísað málum til námsráðgjafa.

Stuðst er m.a. við námsefnið Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla, Stefnan sett, Margt er um að velja, og ýmis önnur verkefni.