ART

Aðalhlutverk ART-þjálfunar er að þjálfa nemendur í sjáflsstjórn. ART byggir á þremur þjálfunaraðferðum. Félagsfærniþjálfun, þjálfun í reiðistjórnun og þjálfun í að takast á við siðferðilegar klemmur.

ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og er fastmótað uppeldisfræðilegt þjálfunarmódel sem hefur það að markmiði að fyrirbyggja óæskilega hegðun og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda. Módelið er byggt á ýmsum stefnum og straumum úr sálfræði til dæmis atferlismótun. ART var þróað í Bandaríkjunum af Arnold P. Goldstein, Barry Glick og John C. Gibbs.

Í ART er félgsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisvitund þátttakenda þjálfuð. Með því að vinna með þessa þrjá þætti samhliða næst betri og varanlegri árangur heldur en ef aðeins væri unnið með einn þátt í einu. Þessir þættir eru meðal annars þjálfaðir með sýnikennslu, hlutverkaleik, jákvæðri styrkingu, æfingum og umræðum.

Art starf í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri

ART þjálfun fer oftast fram í litlum hópum þar sem unnið er með einn þátt í hvert skipti, einnig hefur ART í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verið tekið fyrir í heilum bekkjum og einstaklingslega.

ART er færniþjálfun sem hjálpar til við að læra samskipti á þann hátt sem virkar fyrir alla.

Rannsóknir sýna að með því að vinna markvisst og samhliða með félagsþroskann, sjálfstjórnina og siðferðisþroskann er hægt að kenna börnum og fullorðnum að temja sér reiðilaus samskipti.