1. bekkur námskrá

Íslenska

Markmið 

Að nemendur:

  • kynnist rími og hrynjandi, bókstöfum, orðum og setningum
  • örvist til lestrar með fjölbreyttum verkefnum
  • vinni með eigin sögur og frásagnir
  • fái tækifæri til að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum
  • hlusti á upplestur á sögum og ljóðum
  • þjálfist í fínhreyfingum með fjölbreyttum verkefnum
  • þekki skriftaráttina og læri að draga rétt til stafs
  • auki orðaforða sinn og efli málskilning
  • læri nokkrar einfaldar vísur og ljóð til söngs
  • kynnist þekktum íslenskum þjóðsögum

Námsgögn: Markviss málörvun (kennarabók);, Það er leikur að læra, lestrabók og vinnubækur, Við lesum, lestrabók A og vinnubók, skriftarblöð, Sögugrunnur, margvíslegar lestrabækur og vinnubækur. Ýmis tölvuforrit s.s. Snilliheimar, Orðakistur Krillu, Stafaleikir Búa, Glói geimvera, Stafakarlarnir o.fl.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Áhersla er lögð á að nemendur vinni á sem fjölbreyttastan hátt og noti talað mál, hlustun, látbragð og myndmál til að koma hugsunum sínum og tilfinningum á framfæri. Notaðar verða fjölbreyttar kennsluaðferðir til þess að auka orðaforða nemenda, getu þeirra og ímyndunarafl. Íslenskunám á sér ekki bara stað í íslenskutímum heldur í öllu skólastarfinu.  Í lestrarkennslu verður hljóðaaðferð notuð og einn til tveir stafir lagðir inn í hverri viku og unnið með þá á fjölbreyttan hátt t.d. með sögum, föndri og ritun. Áhersla verður einnig lögð á að þroska hlustun og tjáningu.

Námsmat: Gefin verður umsögn byggð á vinnubókum, stafa- og lestrarkönnunum og verkefnum nemenda. Lesskimunarprófið Læsi 1, 2, og 3 lagt fyrir.  Einnig verður ástundun og virkni í tímum metin jafnt og þétt.

 

Stærðfræði

Markmið

Að nemendur:

  • þekki og þjálfist í að nota talnahugtök upp að hundraði.
  • efli með sér talnaskilning, skilji og geti nýtt sér grunnreikningsaðgerðirnar, samlagningu og frádrátt
  • geti skoðað umhverfi sitt, flokkað og talið og komið upplýsingum frá sér í súluritum og myndritum
  • tileinki sér hugtök tengd stærðfræðinni og noti þau

Námsgögn: Sproti 1, Sproti 2,  vinnubækur og verkefnabækur. Eining 1 og Eining 2. Ýmis kennsluforrit. Hlutbundin hjálpargögn s.s. rökkubbar, kubbar, pinnabretti, mælitæki, perlur, kennslupeningar, búðarkassi, smáhlutasafn, leir, pappír, spil, leikir og fleira.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Mikil áhersla er lögð á hlutbundna vinnu, unnin eru greiningarverkefni, farið í stærðfræðileiki, spilað, sungið, talað saman og unnið í bækur. Stærðfræðin fléttast saman við aðrar námsgreinar, íslensku, myndmennt, handmennt, tónmennt og samfélagsfræði t.d. í þemaverkefnum.

Námsmat: Umsögn verður byggð á vinnubókum, könnunum og verkefnum nemenda. Vinnubrögð og ástundun verða metin jafn óðum.

 

Samfélagsfræði

Markmið

Unnið er skv. Aðalnámskrá grunnskóla með það að markmiði að:

  • kynna skólareglur fyrir nemendum og hjálpa þeim að framfylgja reglunum í leik og starfi
  • nemendur skynji mikilvægi fjölskyldu, vina og skólafélaga,
  • kynnist sínu nánasta umhverfi s.s. skólanum, skólalóðinni og næsta nágrenni og margbreytileika hennar
  • nemendur læri hver þjóðhátíðardagur Íslendinga er, að við eigum þjóðsöng og höfum forseta
  • örva skapandi hugsun nemenda og leikni þeirra í að starfa með öðrum
  • nemendur þekki árstíðirnar, dagana, mánuðina og geti notað dagatal
  • nemendur viti að ólíkar þjóðir og ólík tungumál eru í heiminum
  • nemendur læri að þekkja nokkrar þjóðsögur

Námsgögn: Skólabókin mín, Komdu og skoðaðu umhverfið, Komdu og skoðaðu líkamann. Ég sjálfur (námsefni af skólavef) og ýmis gögn.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Unnið verður út frá því sem nemendur þekkja nú þegar, þ.e. nánasta umhverfið, þau sjálf, fjölskyldan, dagatalið og hátíðar. Farið verður í vettvangsferðir, rætt saman um tilveruna, sungið og lesnar sögur úr bókum sem tengjast efninu.

Námsmat: Gefin verður umsögn byggð á vinnu nemenda.

 

Náttúrufræði

Markmið

Að nemendur:

  • þekki og vinni með hugtökin hiti, kuldi og frost
  • taki eftir umhverfi sínu m.a. skólalóð og lífríki hennar og fylgist með breytingum á gróðri og veðri
  • skerpi þekkingu sína á þeim sjálfum, algengum jurtategundum og íslensku dýrategundum
  • ræði um áhrif sólarljóssins á nánasta umhverfi, hitastig lofts og vatns, hitastig í skugga og í sólarljósi og líkamann

Námsgögn: Umhverfið, ýmsar fræðibækur, vefurinn, myndbönd ofl.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Umræðu- og spurnaraðferðir verða mikið notaðar bæði í litlum og stórum hópum. Þrautalausnir, tilraunir og hlutbundin vinna með fjölbreyttan efnivið verður notuð til að ýta undir vitþroska nemenda. Unnið verður út frá þekkingu nemenda, farið í vettvangsferðir og fl.

Námsmat: Gefin verður umsögn byggð á vinnu nemenda og ástundun þeirra.

 

Trúarbragðafræði og siðfræði

Markmið

Að nemendur:

  • kynnist frásögnum af fæðingu Jesú, læri einfalda jólasálma og kynnist íslenskum jólasiðum
  • kynnist sögunum af bernsku Jesú og heyri um daglegt líf og aðstæður á hans dögum
  • þekki tilefni páskanna
  • geri sér ljóst hvað bæn er.
  • kynnist öðrum trúarbrögðum.
  • vinni með viðfangsefnin vináttu, rétt og rangt, mitt og þitt og fyrirgefning
  • geri sér ljóst að engir tveir eru eins og temji sér umburðalyndi og tillitssemi í samskiptum við aðra

Námsgögn: Vinnublöð og bækur, söngvar

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Innlagnir frá kennara, umræður og ýmis skapandi vinna.

Námsmat: Gefin verður umsögn byggð á vinnu nemenda og ástundun þeirra.

 

Upplýsingatækni

Markmið

Að nemendur:

  • geri tölvur að sjálfsögðu tæki við nám og leik
  • þjálfist í að umgangast tölvur 
  • nemendur geti nýtt sér námsvefi og tölvuforrit í námi
  • nemendur komi reglulega á skólasafnið, fái lánuð gögn og læri meðferð bóka og annarra gagna
  • tileinki sér rétta líkamsbeitingu við tölvuvinnslu
  • geti opnað netið og leitað þar

Námsgögn: Ýmis forrit s.s. Word, Ritfinnur.  Kennsluforritin Glói geimvera, Bogi blýantur, Slönguspil o.fl.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Nemendur læra að kalla fram ákveðin forrit, vinna í þeim og kynnast lyklaborðinu.

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 7 þáttum: frumkvæði, skilningi, getu til að fylgja leiðbeiningum, virkni, hegðun, áhuga og umgengni.  Einkunn er í formi umsagnar.

 

Smíði og hönnun

Markmið er:

  • að örva samstarf huga og handar. 
  • gerð nytjahluta (t.d. leikfanga).
  • könnun og rannsókn á hinum ýmsu efniviðum.
  • að æfa umgengni og notkun á tækjum og tólum.  Notkun miðast við aldur hvers og eins.
  • að nemendur læri nöfn og heiti hinna ýmsu hluta smíðastofunnar og geti beitt þeim í samræðum sín á milli og við kennara.
  • umgangast efni af skynsemi og nýtni.
  • gera sér grein fyrir slysahættu á vinnustað.
  • varast mengun og skaðleg efni.
  • umfram allt að nemandi velji sér verkefni miðað við aldur og getu þannig að hann geti unnið sem mest sjálfur, geti litið á verkið sem sitt og virði sem slíkt.

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 6 þáttum: frumkvæði, getu til að fylgja leiðbeiningum, frágangi á verki, hegðun, áhuga og umgengni.  Fyrstu 4 þættirnir skora mest. Sjá matsblað fyrir smíði.  Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst.

 

Heimilisfræði

Markmið:

Að nemendur:

  • kynnist fæðuhringnum.
  • kynnist því að til eru hollar og óhollar fæðutegundir.
  • kynnist því hvaða fæðutegundir eru góðar og slæmar fyrir tennurnar.
  • kynnist því hvernig má bæta og vernda umhverfið.
  • geri sér grein fyrir hreinlæti og gildi samvinnu.

Námsgögn: Heimilisfræði fyrir byrjendur, verkefnablöð og myndbönd

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Umræður tengdar námsefni. Vinnubók unnin í kennslustundum. Verklegar æfingar í eldhúsi í samvinnu við kennara.

Námsmat: Metin verður ástundun í tímum, verklagni, frumkvæði, framfarir, samstarfshæfni og hegðun.

Sjá matsblað: Matsblað í heimilisfræði

 

Íþróttir

Markmið

Að nemendur:

  • örvi hreyfiþroska gegnum margvíslega leiki og æfingar, sem jafnframt styrkja samskipti og samvinnu nemenda.
  • læri að þekkja heiti helstu líkamshluta og hreyfinga.
  • tileinki sér þær reglur og fyrirmæli sem í gildi eru í skólaíþróttum.
  • upplifi skólaíþróttir á jákvæðan og skemmtilegan hátt.
  • leysi verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tillit til annarra.
  • öðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum eins og stríðni og einelti.
  • taki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði.

 Hæfniviðmið:

  • Einfaldar æfingar og leikir sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfinga.
  • Þjálfun í notkun ólíkra áhalda.
  • Fjölbreyttir leikir og æfingar sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og bæta líkamshreysti og þrek.
  • Leikrænar undirbúningsæfingar fyrir einstakar íþróttagreinar.
  • Hreyfinám og íþróttaiðkun utanhúss.
  • Einföld verkefni sem ná til sköpunar og leikrænnar tjáningar.

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Líkamleg færni nemenda könnuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum.

 

Sund

Markmið

Að nemendur:

  • upplifi skólasund sem jákvæða og skemmtilega námsgrein
  • tileinki sér samskiptareglur í sundkennslu sem ná til ·         læri að taka tillit til annarra
    • samvinnu nemenda
    • samvinnu nemenda og kennara
    • samvinnu nemenda og starfsmanna sundstaða
  • taki þátt í ýmsum sundæfingum og sundleikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði
  • læri heiti helstu hreyfinga í vatni
  • læri að hlíta fyrirmælum og öryggisatriðum sundstaða

Hæfniviðmið:

  • Öndunaræfingar, inn og útöndun 10 sinnum
  • Flotæfingar á bringu og baki, með eða án hjálpartækja
  • Bringusundsfótatök við bakka, með eða án hjálpartækja
  • Skriðsundsfótatök við bakka, með eða án hjálpartækja
  • Ganga með andlit í kafi, a.m.k. 2-2,5 metrar

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Sundfærni nemenda könnuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum 1. sundstigs.