4. bekkur námskrá

Dagsskipulag: Bóklegt nám 4. bekkjar fer fram í heimastofu með umsjónarkennara. Nemendum er svo skipt í tvo hópa sem fara í smíði á móti hannyrðum og heimilisfræði á móti sundi. Í janúar skipta hóparnir um fag. Bókasafn/myndmennt er kennt aðra hvora viku. Allur bekkurinn er saman í tónmennt, íþróttum og dansi.

Skólinn opnar 7:40 og geta nemendur þá komið inn í anddyri og í matsal. Kennsla hefst 8:15 og lýkur kennsludegi 13:15.

Vikuáætlun: Í byrjun hverrar viku gera nemendur sína eigin vikuáætlun með umsjónarkennara. Þá setja nemendur sér námsmarkmið fyrir vikuna og hafa svo fimm daga til að ná þeim. Slík vinna hvetur til sjálfstæðis í vinnubrögðum og til ábyrgðar fyrir eigin námi.

Heimanám: Heimanám kemur heim á þriðjudögum og skal skila því á mánudögum. Foreldrar eru hvattir að gefa börnum sínum góðan tíma í heimanámið en gott er að miða við 20-30 mín. á dag. Ef nemandi nær ekki að klára heimanámið heima skal hann samt skila því inn. Nemendur eiga að lesa heima daglega, upphátt og í hljóði. Einnig eiga þeir í hvert skipti, að skrifa niður 3-5 orð í stílabók. Foreldrar velja orð sem henta upp úr textanum sem lesinn var, börnin skrifa eftir upplestri og leiðrétta svo sjálf þar sem við á.

Námsmat: Á yngsta stigi er símat sífellt í gangi í formi heimanáms, verkefna, yfirferðar á vinnubókum og eftirlits með heimalestri. Auk þessa eru reglulega kannanir lagðar fyrir og lestrarpróf lögð fyrir á hverri önn. Það er mikilvægt að vera með stöðugt námsmat í gangi allt skólaárið og geta foreldrar hjálpað mikið til varðandi námsframvindu með því að aðstoða við heimanám, láta börnin lesa daglega og vera í reglulegu sambandi við umsjónarkennara um námsgengi.

 

Íslenska: Megináhersla verður lögð á frumþættina 4: talað mál, hlustun, lestur og ritun. Þá skal auka orðaforða, efla málskilning, örva málnotkun nemenda og þjálfa framsögn.

Lestur

Markmið

Að nemendur:

  • þjálfist í að hlusta og lesa með athygli, tjá sig skýrt og skipulega í töluðu máli og rituðu
  • nái að lesa 200 atkvæði á mínútu í lok skólaárs og lesi skýrt og áheyrilega
  • kunni að afla sér upplýsinga úr bókum og af Netinu
  • nemendur auki orðaforða sinn, mál- og lesskilning eins og kostur er

Kennsluhættir: Í skólanum er áhersla lögð á lestrarlag, lesskilning, réttritun og tjáningu. Lestrarstundir eru í skólanum hvern dag í 10-20 mín. þar sem nemendur lesa frjálst í bókum af bókasafni. Nemendur kynna bækur, blaðagreinar og lesa ljóð og sögur fyrir bekkinn og fyrir kennara. Lesnar eru sögur í víxllestri og samlestri, efni þeirra rætt og unnin verkefni í beinu framhaldi.

Talað mál og framsögn

Markmið

Að nemendur:

  • þjálfist í að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum
  • ræði við bekkjarfélaga sína, t.d. þegar upp koma vandamál, og reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu
  • kynni vinnu sína fyrir bekkjarfélögum og jafnvel stærri hópi, t.d. foreldrum og öðrum skólafélögum, og geti sagt skipulega frá verkefnum sem hann hefur unnið

Kennsluhættir: Nemendur þjálfaðir í að tjá sig fyrir framan hóp, með umræðum í litlum og stórum hópum. Þeir læri ljóð utan bókar og flytji með réttum áherslum og hrynjandi. Einnig segi þeir frá ljóði og útskýri með eigin orðum. Þeir semji ljóð og sögur og flytji fyrir skólafélagana. Nemendur segja frá eigin reynslu, leikritum og kvikmyndum, kynna og segja frá niðurstöðum ýmissa verkefna. Nemendur komi fram að minnsta kosti einu sinni yfir skólaárið með efni að eigin vali sem þeir flytja fyrir bekkinn. Nauðsynlegt er að nemendur flytji mál sitt skýrt og greinilega.

Ritun

Markmið

Að nemendur:

  • tileinki sér skýra stafagerð og geti skrifað tengda skrift eftir forskrift
  • læri einfaldar stafsetningarreglur og æfist í að stafsetja rétt
  • æfist í að semja sögur og ljóð
  • geti nýtt sér stafsetningarbækur

Kennsluhættir: Stefnt er að því að nemendur noti tengiskrift í öllum verkefnum og æfingum. Þeir æfi hraða eftir upplestri og þjálfist í útdráttum og endursögnum. Lögð er áhersla á ljóða- og sögugerð. Nemendur læra uppbyggingu sagna s.s. upphaf, miðju og endi. Nemendur skrifa og segja frá þeim vettvangsferðum sem farið er í. Ritun er samþætt kennslu í samfélagsgreinum auk þess sem nemendur vinni frjálsa ritun, ritun eftir fyrirmælum auk vinnubóka.

Málfræði

Markmið

Að nemendur:

  • þekki orðflokkana nafnorð, sagnorð og lýsingarorð
  • geri greinarmun á eintölu og fleirtölu, nútíð og þátíð og átti sig á fallbeygingu nafnorða og kyni þeirra
  • geri sér grein fyrir stigbreytingu lýsingarorða
  • þekki mun á sérhljóðum og samhljóðum
  • þekki mun á sérnöfnum og samnöfnum
  • geti unnið með stafrófið

Kennsluhættir: Frumatriði málfræðinnar kennd með innlögnum, verkefnavinnu, leikjum og spilum.

Bókmenntir

Markmið

Að nemendur:

  • vinni með nokkrar þekktar vísur og ljóð
  • taki þátt í leikrænni tjáningu
  • fái fjölbreytt tækifæri til að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar
  • þekki hugtök eins og persóna, söguhetja, söguþráður, rím og sögulok
  • æfist í að nota skólasafn og velja sér bækur til að lesa

Kennsluhættir: Nemendur læra ljóð utanbókar og fara vel í inntak og skilning þeirra. Þeir læri að þekkja mun á mismunandi gerðum sagna og ævintýra. Börnin læra hugtök eins og persóna, söguhetja, söguþráður, rím og sögulok. Áhersla er lögð á að hvetja nemendur til lestrar sér til fróðleiks og skemmtunar.

Námsgögn:

  • Ritrún 3, kláruð hjá nokkrum nemendum sem ekki voru búnir í 3. bekk
  • Skinna, námsbók í móðurmáli (lesbók og verkefnabók)
  • Mál og iðja (verkefnahefti á Skólavefnum)
  • Málfræði fyrir 4.-5. bekk (verkefnahefti á Skólavefnum)
  • Ítalíuskrift 1A og 1B
  • Skrift 3, 4 og 5
  • Ævintýri Múnkhásens baróns og aðrar sögur og gögn á Skólavefnum
  • Lesum meira saman
  • Ás, Tvistur og Þristur
  • Orðabók
  • Ljóðsprotar

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 7 þáttum: frumkvæði, skilningi, getu til að fylgja leiðbeiningum, virkni, hegðun, áhuga og umgengni. Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Vinnubækur, verkefni og kaflakannanir eru metnar til umsagnar. Sjá einnig matsblað. Lesskimunarpróf eru þrisvar á skólaárinu. (Sjá lestrarstefnu skólans) Kannanir verða lagðar fyrir í stafsetningu og málfræði. Nemendur fá umsagnir í nóvember, febrúar og júní. Samræmd próf eru í september í stærðfræði og íslensku.

Stærðfræði

Markmið

Að nemendur:

  • geti reiknað einföld samlagningar-, frádráttar-, margföldunar- og deilingardæmi í huganum
  • þjálfist í rökhugsun og þrautalausnum
  • geti staðsett hluti í rúðuneti
  • geti lesið af rúðuneti og hnitakerfi
  • geti framkvæmt hreyfingar í rúðuneti
  • þekki hugtökin þúsund, hundruð, tugur, eining
  • þekki óhlutbundið sætiskerfi
  • geti raðað negatífum tölum eftir stærð
  • geti skrifað mismunandi talnarunur, bæði með pósitífum og negatífum tölum
  • geti raðað tölum á talnalínu, pósitífum og negatífum
  • geti lagt saman og dregið frá með negatífum tölum
  • geti námundað að næsta tug, hundraði, þúsundi og lagt saman/dregið frá í framhaldinu
  • geti sett upp dæmi á skýran og skilmerkilegan hátt, tekið til láns í frádrætti og geymt í samlagningu
  • geti reiknað dæmi sem tengjast daglegu lífi, bæði töluleg og orðadæmi
  • skilji hugtökin jafnt og – ekki jafnt og
  • geti skilgreint tímasetningar á stafrænu formi og á klukkuskífu
  • geti mælt tíma í klukkustundum, mínútum og sekúndum
  • geti notað reiknivél til þess að reikna flóknari dæmi
  • geti mælt ummál svæðis með því að nota reglustiku
  • geti mælt flatarmál svæðis með því að þekja fleti með ákveðinni mælieiningu
  • geti mælt flatarmál með því að nota cm2
  • geti notað margföldun og deilingu í daglegum viðfangsefnum
  • geti leyst verkefni sem reyna á lengdar-, þyngdar- og rúmmálsmælingar
  • geti breytt úr einni mælieiningu i aðra
  • kynnist og noti tugabrot í tengslum við mælieiningar
  • geti hugsað um almenn brot sem hluta af heild eða fjöldi í safni
  • þekki hugtökin teljari og nefnari
  • geti borið saman ósamnefnd brot
  • geti lagt saman almenn brot
  • geti flokkað, talið, útskýrt og túlkað upplýsingar úr einföldum töflum og súluritum

Kennsluhættir: Innlögn kennara ýmist í hópi eða einstaklingslega. Nemendur vinna sjálfstætt í stærðfræðibókum samkvæmt getu hvers og eins. Uppsetning dæma kennd og þjálfuð. Unnið með vasareikna og í tölvum að ýmsum þjálfunaræfingum. Áhersla er lögð á að nemendur fái tækifæri til að glíma við þrautir á eigin spýtur og í samvinnu við aðra nemendur og kynnist því að lausnarferlið er ekki síður mikilvægt en niðurstaðan sjálf. Nemendur skilji að röng svör geta einnig verið lærdómsrík. Þeir eru þjálfaðir í að skoða hvort lausn er í samræmi við upplýsingar sem gefnar eru. Nemendur semja eigin þrautir um atburði daglegs lífs, m.a. út frá niðurstöðum athugana og kannana, geti útskýrt og rökstutt munnlega og skriflega eigin lausnir, notað tákn og skýringar- myndir eftir því sem við á, ásamt því að geta útskýrt og túlkað upplýsingar úr töflum og súluritum. Verklegar æfingar og leikir notaðir til að þjálfa færni nemenda í að rökstyðja, túlka og sannreyna niðurstöður sínar. Verkefni og þrautir lagðar fyrir nemendur þar sem ekki er augljóst hvaða aðferð er heppilegast að nota til að efla rökhugsun þeirra og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Námsgögn:

  • Sproti 4a og 4b – nemendabók og æfingahefti
  • Eining 6, 7 og 8
  • Línan 6, 7 og 8
  • Við stefnum á margföldun
  • Við stefnum á deilingu
  • Sudoku fyrir börn – bók 2
  • Verkefni fyrir vasareikni
  • Ýmis stærðfræðiforrit
  • Ýmis verkefni af Skólavef
  • Ýmis æfingahefti

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 7 þáttum: frumkvæði, skilningi, getu til að fylgja leiðbeiningum, virkni, hegðun, áhuga og umgengni. Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Vinnubækur, verkefni og kaflakannanir eru metnar til umsagnar og gilda 50% á móti matsblaði. Sjá matsblað

Samfélagsfræði

Markmið

Að nemendur:

  • beri fjölskyldulíf nú hér á landi saman við það sem gerist annars staðar og á öðru tímaskeiði sögunnar
  • þekki fáein atriði íslenskrar skólasögu, s.s. heimafræðsla, farskóla og heimavistarskóla
  • kynnist áföngum á leið Íslands til sjálfstæðis -öðlist skilning á því hvað hafið og lega landsins hefur haft að segja um lífsafkomu þjóðarinnar fyrr og nú
  • kanni og útskýri af hverju er þéttbýlt á sumum stöðum en ekki í öðrum
  • afli einfaldra upplýsinga eins og hvert nemendur í bekknum fóru í sumar og setji fram á myndrænan hátt, t.d. með einföldum súluriti
  • læri að þekkja og finna á hnattlíkani og/eða korti heimsálfurnar og úthöfin
  • átti sig á megineinkennum landslags af korti t.d. með hvaða litum láglendi og hálendi er oftast táknað á landakorti.
  • kanni og geti gert grein fyrir nokkrum uppfinningum og tækninýjungum og áhrifum þeirra á samgöngur og samskipti í heiminum, t.d. gufuvél, bíl, flugvél, prenttækni, rit- og talsíma, gervitunglum og tölvutækni
  • beri saman ólík menningarsvæði í heiminum, t.d. í heitu og köldu loftslagi
  • þekki mismunandi leiðir til afla sér upplýsinga, t.d. í bókum, dagblöðum og tímaritum, tölfræðigögnum, á kortum, á Netinu hjá fræðimönnum eða öðrum einstaklingum
  • fái að lifa sig inn í söguna með því að endurskapa veruleika með öðrum, t.d. að skapa ímyndað land með bekkjarfélögum sínum, nema það og búa til samfélag.

Kennsluhættir: Notuð er hugmyndarfræði Söguaðferðarinnar sem býður upp á fjölbreytta nálgun að efninu og mikla sköpun. Nemendur lesa einnig námsefnið í skólanum og ræða saman um efnið. Þeir leita upplýsinga um efnið og vinna í vinnubækur, skrifa og myndskreyta auk vinnu við myndverk byggða á efninu.

Námsgögn:

  • Komdu og skoðaðu landnámið
  • Landnám Íslands
  • Víkingaöld 800-1050
  • Ísland áður fyrr
  • Ítarefni af bókasafni og veraldarvefnum

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 7 þáttum: frumkvæði, skilningi, getu til að fylgja leiðbeiningum, virkni, hegðun, áhuga og umgengni. Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Vinnubækur og verkefni eru einnig metin. Sjá matsblað.

Trúarbragðafræði

Markmið

Að nemendur:

  • þekki helstu hátíðir kristninnar og siði og tákn sem tengjast þeim
  • þekki grundvallargildi kristilegs siðgæðis og fáist m.a. við efni sem stuðlar að ábyrgðartilfinningu, sáttfýsi, virðingu fyrir sér sjálfum og öðrum
  • þekki nokkrar frásagnir af lífi Jesú Krists og nokkrum öðrum persónum í Gamla og Nýja testamentinu
  • kynnist öðrum trúarbrögðum, gyðingdómi, Búddatrú, íslam og hindúasið

Kennsluhættir: Textar úr bókum verða lesnir og ræddir í tímum. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni tengd textunum í skólanum. Fræðin oft samþættuð íslenskukennslu.

Námsgögn: Trúarbrögðin okkar og gögn frá kennara

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 7 þáttum: frumkvæði, skilningi, getu til að fylgja leiðbeiningum, virkni, hegðun, áhuga og umgengni. Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Vinnubækur og verkefni eru einnig metin. Sjá matsblað

Náttúrufræði

Markmið

Að nemendur:

  • geti lýst á einfaldan hátt hvernig hreyfing jarðar orsakar dag og nótt, árstíðir, sjávarföll
  • átti sig á algengustu orkugjöfum í umhverfinu. árstíðaskiptum og hvernig t.d. snjókomu, vorkomu vöxt plantna, lauffall
  • ræði hvað verður um laufblöð og dauðar lífverur í náttúrunni.
  • geri sér grein fyrir að lífverur þurfa vatn, loft, fæðu og búsvæði til að lifa af.
  • beri saman plöntur og dýr
  • geti lýst nokkrum einföldum lífferlum lífvera t.d. fræ verður að plöntu, lirfa verður að fiðrildi og barn verður til.
  • geti nafngreint flesta sjáanlega líkamshluta mannsins.
  • geri sér grein fyrir að líkaminn er gerður úr líffærum sem gegna ákveðnum hlutverkum.
  • geri sér grein fyrir áhrifum fæðu á líkamann
  • geri sér grein fyrir að ýmis utanaðkomandi efni eru líkamanum skaðleg og að ýmsir sjúkdómar og sníklar eru smitandi en oft eru til ráð til að koma í veg fyrir þá eða lækna.
  • geri sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni, sýni áhuga og ábyrgð á nánasta umhverfi og velferð lífvera.
  • læri að flokka úrgang sem fellur til á heimilum og skilji tilganginn með flokkun.

Námsgögn:

  • Náttúran allan ársins hring
  • Komdu og skoðaðu hringrásir
  • Ítarefni af bókasafni og veraldarvefnum

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Innlögn, umræður, verkefnavinna bæði verkleg og bókleg og vettvangsferðir.

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 7 þáttum: frumkvæði, skilningi, getu til að fylgja leiðbeiningum, virkni, hegðun, áhuga og umgengni. Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Vinnubækur og verkefni eru einnig metin. Sjá matsblað

Enska

Markmið

Að nemandinn:

  • skilji einföld fyrirmæli, spurningar, orð og setningar sem tengjast daglegu lífi
  • skilji helstu kveðjur og kurteisisorð í samskiptum
  • geti lesið einfaldar setningar
  • geti tekið þátt í einföldum samskiptum, samtölum og samskiptaleikjum
  • geti gefið einfaldar upplýsingar um sjálfan sig
  • geti lýst á einfaldan hátt hlut eða mynd
  • geti skrifað orð og stuttar setningar

Námsgögn:

  • Portfolio geisladiskur
  • Speak out; lesbók
  • Work out; vinnubók
  • Efni af skólavefnum
  • Ensk-íslenskar orðabækur
  • Iceland in English – námsvefur

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Notuð er hlustun í öllum tímum, nemendur heyra texta, þulur og söngva af diski og spreyta sig svo á töluðu máli. Leikir verða fyrirferðamiklir þar sem reynir bæði á talað mál og skilning. Unnin eru ýmis verkefni tengd viðfangsefninu hverju sinni.

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 7 þáttum: frumkvæði, skilningi, getu til að fylgja leiðbeiningum, virkni, hegðun, áhuga og umgengni. Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Vinnubækur og verkefni eru einnig metin. Sjá matsblað

Lífsleikni

Markmið

Að efla:

  • alhliða þroska nemandans. Hann geri sér far um að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk
  • félagsþroska nemenda, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • samskiptafærni nemenda þ.á.m. færni í samvinnu, tillitsemi, hjálpsemi, setja sig í spor annarra, hlusta á aðra og sýna kurteisi

Að nemendur:

  • viti hvað átt er við með markmiðum og setningu þeirra og verði fær um að setja sér raunhæf markmið
  • geri sér grein fyrir fjölbreytileika mannlífsins og læri að bera virðingu fyrir sérstöðu annarra
  • læri að þekkja hættur og slysagildrur í umhverfinu þannig að þeir geti komið í veg fyrir slys og viti hvernig þeir skuli bregðast við þegar slys eða óhöpp eiga sér stað

Kennsluhættir: Kennslan fer fyrst og fremst fram í formi umræðna um tiltekin málefni. Við ræðum það sem er að gerast í þjóðfélaginu, en einnig það sem að okkur sjálfum snýr. Þá reynum við að efla bekkjarandann með því að ræða þau mál sem upp koma hverju sinni. Með því að gera lífsleikni að sérstakri námsgrein er verið að svara kalli nútímans um að búa nemendur undir það að takast á við lífið. Til þess þurfa þeir að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Námsgögn: 

  • Við hjálpum. 
  • Klípusögur og annað efni frá kennara

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 7 þáttum: frumkvæði, skilningi, getu til að fylgja leiðbeiningum, virkni, hegðun, áhuga og umgengni. Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Vinnubækur og verkefni eru einnig metin. Sjá matsblað

Upplýsingatækni

Markmið

Að nemandi:

  • geti aflað sér upplýsinga á fjölbreyttan hátt miðað við aldur
  • auki við þekkingu sína í vinnu með tölvur
  • læri og æfi fingrasetningu

Kennsluhættir: Nemandi notar þá miðla sem fyrir hendi eru í kennslustofunni og á bókasafninu til að afla sér upplýsinga í tengslum við aðrar námsgreinar og áhugamál. Vinna verkefni í Word, Power point og Paint. Áhersla er á að vinna upplýsingaöflun í sem flestum námsgreinum.

Námsgögn: Microsoft Word, Power point, Paint, gagnvirkar æfingar í íslensku á Skólavefnum og náms.is, vefurinn Upplýsingatækni fyrir yngsta stig: http://vefir.nams.is/uppltaekni_yngsta/index.html og vefurinn Fingrafimi: http://vefir.nams.is/fingrafimi/.

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 7 þáttum: frumkvæði, skilningi, getu til að fylgja leiðbeiningum, virkni, hegðun, áhuga og umgengni. Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Vinnubækur og verkefni eru einnig metin. Sjá matsblað

Hannyrðir

Markmið:

  • Örva og laða fram þá sköpunarorku sem býr í hverjum manni
  • Stuðla að samspili hugar og handa
  • Efla sjálfstraust og sjálfstæð vinnubrögð
  • Nemendur læri að ganga vel um vélar og önnur áhöld sem notuð eru til verkefnagerðar
  • Nemendur taki tillit til annarra og sýni þolinmæði

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Lagt upp með að láta nemendur fást við verkefni sem hæfa bæði aldri og þroska barnanna svo sem í prjóni, útsaumi og vélsaumi.

Námsmat: Metin verður ástundun í tímum, verklagni, frumkvæði, framfarir, samstarfshæfni og hegðun.

Sjá matsblað: Matsblað hannyrðir

Heimilisfræði

Markmið

Að nemendur:

  • Vinni bókleg verkefni um fæðuhringinn, sérstaklega með kornflokk
  • Læri að reglubundnar máltíðir eru mikilvægar
  • Þjálfist í að nota mælitæki og þjálfist í að taka til hráefni í uppskriftir
  • Geti lagt snyrtilega á borð
  • Temji sér að vinna í sátt og samlyndi í mismunandi hópastærðum og bera ábyrgð á frágangi
  • Læri um mikilvægi hreinlætis á öllum sviðum
  • Geri sér grein fyrir því hvað er mengun og hvað það er sem mengar umhverfið
  • Geti flokkað heimilissorp

Námsgögn:

  • Hollt og gott, heimilisfræði fyrir 4. bekk
  • Verkefnablöð
  • Uppskriftir frá kennara
  • Myndband

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Umræður tengdar námsefni. Innlagnir. Sýnikennsla.Verklegar æfingar í eldhúsi, einstaklings- og hópvinna.

Námsmat: Metin verður ástundun í tímum, verklagni, frumkvæði, framfarir, samstarfshæfni og hegðun. 

Sjá matsblað: Matsblað í heimilisfræði

Myndmennt

Markmið

Að nemendur:

  • Beiti litafræði til að kalla fram ákveðin áhrif í mynd
  • Þekki hugtakið rými með áherslu á umhverfið s.s. götur, torg og byggingar
  • Þekki hugtökin jákvætt og neikvætt rými og beiti þeim í myndgerð s.s. þrykki og mótun
  • Vinni með rýmistilfinningu í myndgerð; áhersla skal lögð á litafræði, einkum andstæða liti, ljós og skugga, heita og kalda liti
  • Þekki grunnformin og geti breytt tvívíðu formi í þrívítt form
  • Þekki einn til tvo íslenska listamenn, ævi sögu og verk hans eða þeirra
  • Geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum
  • Geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni

Námsgögn: Myndmennt I, efni af internetinu, listaverkabækur og efni frá kennara.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Leitast er við að þroska með nemendum hæfileika til að vinna sjálfstætt og efla hæfni þeirra til samstarfs við aðra þar sem sameiginleg verkefni er um að ræða. Reynt verður að kynna fyrir nemendum ólíka tækni við útfærslu myndverka. Námið fer fram með umræðum, sýnikennslu, stuttum innlögnum og sýningu mynddæma.

Námsmat: Umsögn er gefin í lok námstímabils og byggist á verklegri útfærslu, frágangi og skilum verkefna. Einnig er tekið tillit til framkomu samvinnu, framförum, vinnusemi, áhuga og umgengni.

Smíði og hönnun

Markmið er:

  • að örva samstarf huga og handar
  • könnun og rannsókn á hinum ýmsu efniviðum.
  • gerð nytjahluta.
  • að æfa umgengni og notkun á tækjum og tólum. Notkun miðast við aldur hvers og eins
  • umgengni við vinnuefni af skynsemi og nýtni
  • að gera sér grein fyrir slysahættu á vinnustað
  • varast mengun og skaðleg efni.

Meginmarkmið er umfram allt að nemandi læri að velja sér verkefni miðað við aldur og getu þannig að hann geti unnið sem mest sjálfur, geti litið á verkið sem sitt og virði sem slíkt.

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 6 þáttum: frumkvæði, getu til að fylgja leiðbeiningum, frágangi á verki, hegðun, áhuga og umgengni. Fyrstu 4 þættirnir skora mest. (Sjá nánar einkunnablað í hönnun og smíði á heimsíðu skólans) Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Sjá matsblað fyrir smíði

Tónmennt

Markmið að nemendur:

  • geti leikið á einföld skólahljóðfæri og beitt frumþáttum tónlistar í hljóðfæraleik
  • Þekkja helstu skólahljóðfæri og flest hefðbundin hljóðfæri
  • Geti spilað einfaldan undirleik með skólahljóðfærum meðan sungið er
  • Geti samið undirleik (hljóðskreytt) við lög, sögu, ljóð eða leikrit
  • Geti sýnt fram á með hreyfingu að þau skynji efnisþætti tónlistar (t.d. takt)
  • Geti notað hugmyndaflug sitt til að túlka eigin upplifun á tónlist í dansi eða hreyfingu
  • Geti dansað helstu hringdansa og hreyfileiki
  • Þekki G-lykil, nótnastreng, nótur, þagnir og fleiri tákn og geti ritað þau og lesið
  • Geti notað röddina til tónsköpunar
  • Geti sungið hreint með skýrum framburði
  • Þekki og geti sungið nokkur íslensk og erlend þjóðlög og sönglög
  • Geti sungið raddað t.d. í keðjusöng og/eða tveggja radda lögum í einföldum útsetningum
  • Geti sungið stuttar einfaldar laglínur og takta á hrynheitum eða solfa nöfnum (do,re,mí,fa,so,la,tí)

Námsgögn: Skólahljóðfæri, námsefni af ýmsum toga, Það er gaman að hlusta á hermitónlist og stutt verkefni.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Mikil hreyfing, verkleg kennsla, stuttir fyrirlestrar, skrifleg verkefni og hópvinna.

Námsmat: Metið verður eftir virkni í tíma, skriflegum verkefnum og einnig verða gerðar stuttar kannanir á hverjum nemanda í söng, takti, tónsmíðum og hljóðfæraleik.

Dans

Markmið

Að nemendur:

  • Taki þátt í hreyfileikjum (gangi í röð, í hringi og læri hoppspor)
  • Kunni skil á hægi og vinstri fæti,hæl og tá, fram og aftur
  • Dansi einföld spor í samkvæmisdansi , t.d. spor í samba, valsi og jive
  • Hlusti á tónlist með mismunandi tónfalli, hröð og hæg spor, skilgreini dansstöðu/hald
  • Læri að bjóða upp í dans
  • Læri a.m.k. einn tískudans
  • Læri gömlu dansana

Námsmat: Einkunn fyrir frammistöðu í tímum, færni, hegðun og samvinnu.

Íþróttir

Markmið að nemendur:

  • Læri og taki virkan þátt í margvíslegum leikjum og æfingum, sem jafnframt styrkja samskipti og samvinnu nemenda
  • Læri að þekkja heiti helstu líkamshluta og hreyfinga
  • Tileinki sér þær reglur og fyrirmæli sem í gildi eru í skólaíþróttum
  • Upplifi skólaíþróttir á jákvæðan og skemmtilegan hátt
  • Leysi verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tillit til annarra
  • Öðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum eins og stríðni og einelti
  • Taki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði

Hæfniviðmið

  • Einfaldar æfingar og leikir sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfinga
  • Þjálfun í notkun ólíkra áhalda
  • Fjölbreyttir leikir og æfingar sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og bæta líkamshreysti og þrek
  • Leikrænar undirbúningsæfingar fyrir einstakar íþróttagreinar
  • Hreyfinám og íþróttaiðkun utanhúss
  • Stöðluð próf til að meta líkamshreysti og liðleika
  • Einföld verkefni sem ná til sköpunar og leikrænnar tjáningar

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Líkamleg færni nemenda könnuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum.

Sund

Markmið að nemendur:

  • Upplifi skólasund sem jákvæða og skemmtilega námsgrein
  • Tileinki sér samskiptareglur í sundkennslu sem ná tilLæri að taka tillit til annar
    • samvinnu nemenda
    • samvinnu nemenda og kennara
    • samvinnu nemenda og starfsmanna sundstaða
  • Taki þátt í ýmsum sundæfingum og sundleikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði
  • Læri heiti helstu hreyfinga í vatni
  • Læri að hlíta fyrirmælum og öryggisatriðum sundstaða

Hæfniviðmið

  • 25 m bringusund
  • 12 m skólabaksund
  • 12 m skriðsund, með eða án hjálpartækja
  • 12 m baksund, með eða án hjálpartækja
  • stunga úr kroppsstöðu af bakka eða stiga

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Sundfærni nemenda könnum með hliðsjón af hæfniviðmiðum 4. sundstigs.