5. bekkur námskrá

Dagsskipulag: Kennsla 5. bekkjar fer aðallega fram í heimastofu með umsjónarkennara sem sér um allt bóklegt nám fyrir utan dönsku. Í verkgreinum er nemendum skipt í tvo hópa í smíði/hannyrðum og heimilisfræði/sund og skiptast hópar á að fara fyrir og eftir áramót. Bókasafn/myndmennt er kennt aðra hvora viku. Allur bekkurinn er saman í tónmennt, íþróttum og dansi.

Skólinn opnar 7:40 geta nemendur þá komið inn í anddyri og í matsal.  Tímar hefjast 8:15 og lýkur kennsludegi 13:55.

Vikuáætlun: Í byrjun hverrar viku gera nemendur sína eigin vikuáætlun með umsjónarkennara. Þá setja nemendur sér námsmarkmið fyrir vikuna og hafa svo fimm daga til að ná þeim. Slík vinna hvetur til sjálfstæðis í vinnubrögðum og til ábyrgðar fyrir eigin námi.

Heimanám: Heimanám kemur heim á þriðjudögum og skal skila því á mánudögum. Foreldrar eru hvattir að gefa börnum sínum góðan tíma í heimanámið en gott er að miða við 20-30 mín. á dag. Ef nemandi nær ekki að klára heimanámið heima skal hann samt skila því inn.

Námsmat: Þegar komið er á miðstig verður námsmat meira í formi kannanna og prófa. Aukin áhersla verður lögð á próf undirbúning og munum nemendur fá gátlista fyrir hvert námsmat með sér heim þar sem tilgreint verður í hverju verður prófað og hvað skal lesa til undirbúinings. Það er mikilvægt að foreldrar taki þátt í þessum prófundirbúningi og skapi nemendum gott og róandi umhverfi og hvetji þá áfram í sínu námi.  Foreldrar hjálpað mikið til varðandi námsframvindu með því að aðstoða við heimanám og vera í reglulegu sambandi við umsjónarkennara um námsgengi

 

Íslenska

Markmið

Helstu markmið eru:

 • að nemendur geti tjáð sig á rituðu máli, jafnt í persónulegri ritun og staðreyndaritun.
 • að nemendur geti skrifað réttan texta eftir rituðu máli og texta eftir upplestri.
 • að nemendur geti notfært sér grundvallarhugtök í málfræði s.s. kyn, tölu, fall, orðflokka o.fl.
 • að nemendur auki lestrarhraða og skilji þann texta sem lesinn er.
 • að stefnt er að auka lestrarhæfni og áhersla er lögð á að auka orðaforða.
 • að nemendur æfist í tengiskrift

Námsgögn

 • Skinna 2, verkefnabók
 • Skræða 1 og 2, verkefnabækur og lesbók
 • Málrækt 1
 • Mál til komið

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Nemendur munu vinna ýmist einstaklingslega eða í hópvinnu eftir því sem við á. Nemendur lesa yndislestur á morgnanna og draga saman aðalatriði á vinnublaði eftir að bókinni er lokið.  Daglegur heimalestur er hjá hverjum nemanda.   Áhersla á góðan lesskilning. Hann er þjálfaður sérstaklega með efninu ”Lesið til skilnings” og auðvitað með námi í öllum greinum.

Námsmat:

 • hraðlestrarpróf í nóvember, febrúar og maí
 • lesskilningspróf í nóvember og febrúar
 • málfræðikannanir við hver annarskil
 • einnig er vinna í námsbókum og virkni í tímum metin að einhverju leyti

 

Stærðfræði

Markmið

Helstu markmið eru að nemendur:

 • Öðlist aukið sjálfstæði við úrlausn verkefna
 • Geti unnið að þrautarlausnum
 • Geti unnið með stærðfræði í umhverfi sínu s.s. peninga, tíma, rúmfræði, mælingar ofl.
 • Þjálfist í mismunandi reikningsaðgerðum s.s. samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu.
 • Byrji að vinna með tugabrot

Námsgögn

 • Stika 1A, nemendabók og æfingahefti
 • Stika 1B, nemendabók og æfingahefti
 • Útprentuð efni af vef tengt Stiku

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Innlögn kennara þegar nýir námsþættir koma fyrir. Nemendur vinna við úrlausn verkefna, einir eða í hópum. Nemendur vinna við verklegar athuganir og útreikninga, leysa þrautir og segja frá sínum niðurstöðum.

Námsmat: Í Stiku eru léttar kannanir eftir hvern kafla sem gilda hvert 5 % af einkunn í lok annar. Einnig eru próf sem fylgja námsbókinni sem notuð verða í nóvember, febrúar og í maí.

 

Enska

Markmið að nemandi:

 • skilji það sem fram fer í kennslustofunni á ensku, bæði í tali kennara og samnemenda og sé fær um að taka þátt í einföldum samskiptum.
 • kynnist textum af margvíslegri gerð, s.s. sögur fyrir börn, ævintýri, upplýsingatexta, fræðsluefni, myndasögur, þulur, ljóð.
 • geti sagt frá sjálfum sér, áhugamálum sínum og völdum atriðum úr umhverfinu
 • geti tjáð sig munnlega um viðfangsefni í náminu á áheyrilegan hátt, t.d. í stuttum frásögnum, samtölum eða endursögnum
 • geti skrifað skipulega, skiljanlega og viðeigandi stutta, einfalda texta eftir fyrirmyndum 

Námsgögn: Portfolio: Speak Out, Work Out –vinnubók ,verkefni af veraldarvef og annað ítarefni.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Áhersla verður lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir sem innihalda þjálfun í töluðu máli og hlustun í gegnum samtöl, sögulestur, leikræna tjáningu, söng og leiki.

Námsmat: Yfir önnina verða kannanir í lok afmarkaða verkefna og í lok annar er próf.

 

Danska

Markmið

Að nemandi:

 • Fái áhuga á dönsku og að hann verði fær um að skilja og nota einföld orð og setningar í samskiptum
 • Kynnist tungumálinu með því að hlusta og tala
 • Geti lesið og sagt einföld orð og setningar

Námsgögn: Start – lesbók og verkefnabók. Efni á netinu og myndbönd

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Áhersla verður lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir sem innihalda þjálfun í töluðu máli og hlustun í gegnum samtöl, sögulestur, leikræna tjáningu, söng og leiki.

Námsmat: Yfir önnina verða kannanir í lok afmarkaða verkefna og í lok annar er próf.

 

Samfélagsfræði

Markmið að nemendur:

 • Kynnist jarðsögu Íslands
 • Kynnist lagskiptingu Jarðar og einfaldri jarðfræði
 • kynnist landafræði Íslands
 • læri á landakort
 • hafi gert sér nokkra mynd af Rómaveldi, umfangi þess, kennileitum og borgarlífi
 • geri sér grein fyrir uppruna og útbreiðslu kristni í Rómaveldi og hvernig hún barst norður á bóginn
 • kunni sögur af landnámi Íslands
 • hafi nokkra þekkingu á gæðum lands við landnám, enn fremur trú og siðum, atvinnuháttum og stjórnskipan fyrstu aldir Íslandsbyggðar
 • viti hvernig kristni festi rætur á Íslandi
 • hafi tamið sér ábyrga afstöðu gagnvart náttúrunni um umgengni við hana
 • kunni skil á hvernig kristni barst til Íslands og á atburðum tengdum kristnitökunni árið 1000
 • hafi fengist  við siðræn viðfangsefni sem tengjast samskiptum, sáttfýsi og fyrirgefningu

Námsgögn:

 • Ísland- veröld til að njóta, lesbók og vinnubók
 • Landabréfabók, vettvangsferðir, veraldarvefurinn
 • Kortabók handa grunnskólum
 • Frá Róm til Þingvalla, lesbók og verkefni

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Innlagnir kennara og samlestur. Kennslan verður að miklu leiti verkleg, þ.e.a.s. við vinnum þau verkefni sem vinnubækurnar bjóða upp á.

Námsmat: Róm til Þingvalla verður metin til einkunna á haust- og miðönn. Tekin verða próf í lok hvorrar annar sem gilda hvort um sig 70 %. Vinnubók verður metin (vinna, frágangur, kláraðar blaðsíður) 30%. Að vori verður unnið í bókinni Ísland – veröld til að njóta. 4 kannanir verða lagaðar fyrir á tímabilinu mars, apríl, maí sem gilda hver um sig 10%. Í lok annar verður lagt fyrir próf úr námsefninu sem gildir 40% og vinna í vinnubók verður metin 20%

 

Lífsleikni

Markmið að efla:

 • alhliða þroska nemandans.  Hann geri sér far um að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk.
 • félagsþroska nemenda, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Námsgögn: 

 • Bekkjarfundir (sem námsgagn) í anda Olweusaráætlunarinnar

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Umræður og ýmis konar verkefni.

Námsmat: Metið er eftir framkomu, virkni í tímum og verkefnavinnu.

 

Upplýsingatækni

Markmið

Að nemendur:

 • tileinki sér jákvætt viðhorf til tölva og þjálfist í að umgangast þær.
 • þekki helstu hluta tölvu og hafa tileinkað sér íslenskan orðaforða þar um.
 • geti notað tölvu til að skrifa og prenta út eigin texta.
 • nái tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborði, tileinki sér blindraskrift og rétta líkamsbeitingu.
 • geti geymt eigin upplýsingar á tölvutæku formi.
 • læri að nota margmiðlunarefni til að bæta við eigin þekkingu og til skemmtunar.
 • læri að vinna með Word- , Excel og PowerPoint.
 • kynnist vefnum og læri að leita að efni á honum.

Námsgögn: Verkefni frá kennara.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Verkefni unnin í tímum.  Einnig verður farið á veraldarvefinn og nemendum gert fært að ferðast um hann. 

Námsmat: Virkni í tímum, verkefni og vinnubrögð eru metin.

 

Myndmennt

Markmið að nemendur:

 • Nýti sér í eigin sköpun aðferðir sem fela í sér að kanna form og liti fyrirmynda
 • Þekki möguleika línunnar og vinni með hana á markvissan háttþekki hugtakið sjónarhorn t.d. séð ofan frá og frá hlið
  • geti skapað hreyfingu og kyrrð með ólíkum útfærslum línunnar t.d. láréttum og lóðréttum
  • geti myndað samfelld mynstur
 • útfæri mynstur og fléttur bæði í tvívíðri og þrívíðri vinnu
 • Geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum, og geri sér grein fyrir verðmæti þeirra.
 • Þekki list víkingatímabils s.s. trélist, goðamyndir, skart og hefðbundin tákn, og tengsl þeirrar hefðar við íslenska menningu
 • Viti að vestrænni listasögu er skipt í tímabil, stefnur og stíla frá upphafi til okkar daga
 • Viti að hefðbundin mynstur byggjast á notkun tákna

Námsgögn: Myndmennt I-II, efni af internetinu, listaverkabækur og efni frá kennara.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Leitast er við að þroska með nemendum hæfileika til að vinna sjálfstætt og efla hæfni þeirra til samstarfs við aðra þar sem sameiginleg verkefni er um að ræða. Lögð er áhersla á skissugerð og hugmyndavinnu. Reynt verður að kynna fyrir nemendum ólíka tækni við útfærslu myndverka. Námið fer fram með umræðum, sýnikennslu, stuttum innlögnum og sýningu mynddæma.

Námsmat: Umsögn er gefin í lok námstímabils og byggist á verklegri útfærslu, frágangi og skilum verkefna. Einnig er tekið tillit til framkomu samvinnu, framfara, vinnusemi, áhuga og umgengni.

 

Hannyrðir

Markmið:

 • Stuðla að samspili hugar og handa.
 • Efla sjálfstæð vinnubrögð og vandvirkni.
 • Nemendur læri að ganga vel um vélar og önnur áhöld sem notuð eru til verkefnagerðar.
 • Nemendur taki tillit til annarra og sýni þolinmæði.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Lagt upp með að láta nemendur fást við verkefni sem hæfa bæði aldri og þroska barnanna svo sem í prjóni, útsaumi og vélsaumi.

Námsmat: Metin verður ástundun í tímum, verklagni, frumkvæði, framfarir, samstarfshæfni og hegðun. Matsblað hannyrðir

 

Heimilisfræði

Markmið að nemendur:

 • þekki helstu næringarefni.
 • rifji upp þekkingu sína á fæðuflokkunum og vinni sérstaklega með grænmetis- og ávaxtaflokk.
 • geti notað allar mæliskeiðar, dl-mál og lítra-mál, geti mælt ¼ og ¾ .
 • þjálfist í að hreinsa og bursta skófatnað.
 • geri sér grein fyrir helstu slysahættum í eldhúsinu.
 • geri sér grein fyrir góðri umgengni og samvinnu á heimilinu.
 • geri sér grein fyrir hvernig má bæta og vernda umhverfið.

Námsgögn: Gott og gagnlegt, heimilisfræði fyrir 5. Bekk, Verkefnablöð, Uppskriftir frá kennara, Myndband.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Umræður tengdar námsefni. Innlagnir. Sýnikennsla. Verklegar æfingar í eldhúsi, einstaklings- og hópvinna.

Námsmat: Metin verður ástundun í tímum, verklagni, frumkvæði, framfarir, samstarfshæfni og hegðun. Matsblað í heimilisfræði

 

Dans

Markmið

Að nemendur:

 • Taki þátt í hreyfileikjum (gangi í röð, í hringi og læri hoppspor).
 • Kunni skil á hægi og vinstri fæti,hæl og tá, fram og aftur.
 • Dansi einföld spor í samkvæmisdansi , t.d. spor í samba, valsi og  jive.
 • Hlusti á tónlist með mismunandi tónfalli, hröð og hæg spor, skilgreini dansstöðu/hald.
 • Læri að bjóða upp í dans.
 • Læri a.m.k. einn tískudans.
 • Læri gömlu dansana.

Námsmat: Einkunn fyrir frammistöðu í tímum, færni, hegðun og samvinnu.

 

Smíði og hönnun

Markmið er:

 • að örva samstarf huga og handar.
 • könnun og rannsókn á hinum ýmsu efniviðum.
 • gerð nytjahluta.
 • að æfa umgengni og notkun á tækjum og tólum  Notkun miðast við aldur hvers og eins.
 • að geta beitt einföldum handverkfærum, t.d. hamri, sög, þjöl og raspi
 • að nemendur læri nöfn og heiti hinna ýmsu hluta smíðastofunnar og geti beitt þeim í samræðum sín á milli og við kennara.
 • að ganga frá verkfærum eftir sig og sópa í kringum vinnuaðstöðu sína
 • að umgangast efni af skynsemi og nýtni.
 • að gera sér grein fyrir slysahættu á vinnustað.
 • að varast mengun og skaðleg efni.

Meginmarkmið er umfram allt að nemandi geti valið sér verkefni miðað við aldur og getu þannig að hann geti unnið sem mest sjálfur, geti litið á verkið sem sitt og virði sem slíkt.

Námsmat: 

 • Símat þar sem fylgst er með 6 þáttum: frumkvæði, getu til að fylgja leiðbeiningum, frágangi á verki, hegðun, áhuga og umgengni.  Fyrstu 4 þættirnir skora mest. (Sjá nánar einkunnablað í hönnun og smíði á heimsíðu skólans)  Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Sjá matsblað fyrir smíði
 •  

 

Íþróttir

Markmið að nemendur:

 • Læri og taki virkan þátt í margvíslegum leikjum og æfingum, sem jafnframt styrkja samskipti og samvinnu nemenda
 • Læri að þekkja heiti helstu líkamshluta og hreyfinga
 • Tileinki sér þær reglur og fyrirmæli sem í gildi eru í skólaíþróttum
 • Upplifi skólaíþróttir á jákvæðan og skemmtilegan hátt
 • Leysi verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tillit til annarra
 • Öðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum eins og stríðni og einelti
 • Taki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði

Hæfniviðmið

 • Einfaldar æfingar og leikir sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfinga
 • Þjálfun í notkun ólíkra áhalda
 • Fjölbreyttir leikir og æfingar sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og bæta líkamshreysti og þrek
 • Leikrænar undirbúningsæfingar fyrir einstakar íþróttagreinar
 • Hreyfinám og íþróttaiðkun utanhúss
 • Stöðluð próf til að meta líkamshreysti og liðleika
 • Einföld verkefni sem ná til sköpunar og leikrænnar tjáningar

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Líkamleg færni nemenda könnuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum.

 

Sund

Markmið að nemendur:

 • Þekki mikilvægi sunds sem líkams- og heilsuræktar
 • Læri séreinkenni einstakra sundaðferða
 • Öðlist skilning á hættum sem leynast í og við vatn og sundlaugar
 • Tileinki sér helstu atriði björgunar úr vatni

Hæfniviðmið

 • 10 m flugsundsfótatök, með eða án hjálpartækja
 • 25 m skólabaksund
 • 25 m skriðsund með sundfitum
 • 12 m baksund
 • stunga af bakka
 • sækja hlut á 1-2 m dýpi eftir 5 m sund
 • troða marvaða í 20-30 sek.

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Sundfærni nemenda könnuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum 5. sundstigs.