6. bekkur námskrá

Íslenska

Markmið að nemendur:

  • Nái góðum leshraða og geti lesið af öryggi til fræðslu og ánægju.
  • Þjálfist í að koma fram, tala og lesa fyrir bekkjarfélaga.
  • Þjálfist í að stafsetja rétt; skrifi skýrt og greinilega og vandi allan frágang.
  • Nemendur þjálfist í að skrifa rétt texta eftir rituðu máli og upplestri.
  • Æfist í að skrifa tengiskrift.
  • Geti samið sögur og ort ljóð.
  • Læri vísur og ljóð til söngs eða annars munnlegs flutnings.
  • Þekki og geti nýtt sér helstu grundvallarhugtök í íslensku eins og kyn, tölu, fall ofl.
  • Þekki orðflokkana nafnorð, sagnorð og lýsingarorð og helstu einkenni þeirra.
  • Vinni með algeng orðtök og málshætti. 

 

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Við lesum fjölbreytta texta bæði í hljóði og upphátt, ræðum saman og skrifum mismunandi gerðir af textum; lagatexta, ljóð, sögur og endursagnir.  Einnig er lögð áhersla á þjálfun nemenda í uppbyggilegri gagnrýni og rökstuðningi. Kennsla fer fram bæði í hópavinnu og einstaklingsverkefnum. Málfræðiatriði eru þjálfuð í samræmi við efni kennslubóka. Námið er samþætt öðrum námsgreinum. Mikil áhersla er lögð á vandaða vinnu og skipulögð vinnubrögð.

 Námsmat: Próf á hverri önn í lestri, stafsetningu og málfræði. Vinnubækur og heimavinna eru metnar til einkunnar. Vægi einkunna: Próf 50% verkefni og heimavinna 50%

Námsgögn:

  • Réttritunarorðabók og vinnubækur.
  • Kennsluefni frá kennara af ýmsum toga.
  • Kennsluefni af skólavefnum.
  • Frjálslestrarbækur.
  • Vandamálið lesbók 2
  • Vandamálið vinnubók 2
  • Skrift
  • Stafsetning
  • Þjálfunarefni af vef.

 

Stærðfræði

Markmið að nemendur:

  • skilji sætiskerfið hvað varðar heilar tölur og tugabrot.
  • geti raðað tölum eftir stærð
  • geti þróað með sér og notað aðferðir til að margfalda og deila.  Skilja hefðbundna margföldun og geta margfaldað heilar tölur og tugabrot.
  • geti notað reikningsaðferðirnar fjórar í daglegu lífi, með því að velja rétta reikningsaðferð hverju sinni.
  • geti notað hefðbundnar aðferðir, hugarreikning og vasareikni.
  • geti notað reikningsaðgerðirnar fjórar við útreikning tugabrota og heilla talna.
  • geti áætlað og námundað tölur og stærðir.
  • geti greint eiginleika og einkenni tví- og þrívíðra forma.
  • geti notað gráðuboga til að mæla horn og teikna horn.
  • geti áætlað mál, valið viðeigandi mælitæki og framkvæmt mælingar sem tengjast daglegu lífi.
  • geti valið mælieiningu og breytt einni mælieiningu í aðra.
  • geti metið líkur við mismunandi  aðstæður, hvort miklar eða litlar líkur eru á því að ákveðinn atburður verði.
  • skilji hlutfallareikning.
  • skilji og þekkja frumtölur.
  • kynnist almennum brotum og geti tengt hefðbundnar reikningsaðferðir við þau.
  • kynnist algebru

Viðfangsefni:

  • Tölur
  • Reikningur, reikniaðferðir og mat
  • Tugabrot
  • Mynstur og algebra
  • Rúmfræði
  • Tölfræði og líkindafræði

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Nemendur vinna hver á sínum hraða en stundum fylgir allur hópurinn kennara við ákveðin viðfangsefni. Áhersla lögð á  skipulögð vinnubrögð. Heimavinna er mikilvægur þáttur í náminu.

Námsmat: Próf í lok hvers kafla og hverrar annar. Hvert verkefni metið jafnt og þétt.

Námsgögn:

  • Stika 1 b, Stika 2 a og verkefni tengd þeim.
  • Stika 2 b.
  • Verkefni frá kennara, t.d. upprifjun úr 5. bekk .
  • Verkefni af vefnum
  • Þemahefti tengd Stiku 2a

 

Enska

Markmið:

  • skilji það sem fram fer í kennslustofunni á ensku, bæði í tali kennara og samnemenda
  • geti hlustað eftir aðalatriðum og nákvæmnisatriðum
  • skilji texta af margvíslegri gerð, s.s. sögur fyrir börn, ævintýri, upplýsingatexta, fræðsluefni, myndasögur, þulur, ljóð
  • geti sagt frá sjálfum sér, áhugamálum sínum og völdum atriðum úr umhverfinu
  • geti tjáð sig munnlega um viðfangsefni í náminu á áheyrilegan hátt, t.d. í stuttum frásögnum, samtölum eða endursögnum
  • geti skrifað skipulega, skiljanlega og viðeigandi stutta, einfalda texta eftir fyrirmyndum

Námsgögn:

  • Portfolio bækurnar
  • Gagnvirkar æfingar og textar á Veraldarvefnum.
  • Enskar málfræði æfingar A og B

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Áhersla verður lögð á talað mál og hlustun í gegnum samtöl, sögulestur, söng og leiki. Einnig verður farið töluvert í málfræðigrunn enskunnar.

Námsmat: Próf á hverri önn, munnleg og skrifleg. Vinnubækur og heimavinna eru metnar til einkunnar. Vægi einkunna: Próf 50% verkefni og heimavinna 50%

 

Danska

Markmið:

 A-Hlustun

  • Geti greint heiti og einstök orð, án þess að skilja nákvæmlega, þegar talað er um einföld atriði innan efnisflokka sem unnið er með.
  • Geti skilið aðalatriði í einföldum samtölum tveggja í þar til gerðum hlustunaræfingum.

B-Lestur

  • Geti lesið stutta texta með algengum, gagnsæjum orðaforða um efni sem hann þekkir
  • Geti skilið vel innihald stuttra texta.
  • Talað mál.
  • Geti myndað einfaldar setningar og svarað einföldum spurningum út frá orðaforða sem unnið hefur verið með.
  • Geti heilsað, kynnt sig og þakkað fyrir sig með viðeigandi orðalagi
  • hafi réttan framburð á hv og hj, å og ø
  • Tölur 1-50.
  • Geti notað grunnorðaforða úr þekktum efnisflokkum, sem unnið er með, á eigin forsendum í nýju samhengi.

Námsgögn:  Smart 1

Námsmat: Próf á hverri önn, munnleg og skrifleg. Vinnubækur og heimavinna eru metnar til einkunnar. Vægi einkunna: Próf 50% verkefni og heimavinna 50%

 

Samfélagsfræði

Grunnupplýsingar: Samfélagsfræði er samnefnari fyrir landafræði og sögu. Landafræði er kennd á fyrstu og annarri önn en saga á þriðju önn.

Námsmarkmið að nemendur:

  • geti notað kortabækur, kort og hnattlíkön til upplýsingaöflunar og hafa skilning á helstu litum, táknum og hugtökum þar að lútandi
  • þekki valda landfræðilega þætti Íslands, Norðurlanda og Evrópu og hafa aflað sér upplýsinga um einstök lönd og landsvæði eftir mismunandi leiðum
  • kunni skil á hugtökum eins og ríki, land, þjóð og landamæri
  • geri sér grein fyrir mismunandi einkennum svæða og samskiptum þeirra á milli eftir því sem við á
  • átti sig á því að loftslags- og gróðurbelti jarðar segja til um það hvar fólk býr, á hverju það lifir og hvernig það klæðir sig
  • geri sér grein fyrir fjölbreytni mannlífsins í heiminum á miðöldum.
  • átti sig á heimsálfunum, fjarlægðum, tengingum og hindrunum fyrir samskiptum
  • kunni deili á nokkrum áberandi einstaklingum á miðöldum.
  • geti skoðað íslenskt miðaldasamfélag í ljósi kunnugs einstaklings, t.d. Snorra Sturlusonar, Guðmundar biskups góða eða Guðríðar Þorbjarnardóttur
  • hafi mynd af og þekkingu á nokkrum menningar- og félagsþáttum íslensks samfélags á hámiðöldum, t.d. bernskuskilyrðum, stöðu kynja, heimilislífi og/eða stjórnskipun
  • hafi öðlast góða innsýn í kristilegt siðgæði og tileinkað sér samskiptareglur sem byggjast á kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti og umhyggju fyrir öðrum mönnum, öllu lífi og umhverfi.

Námsþættir: Landafræði Norðurlanda, Miðaldafólk á ferð og Snorra  saga.

Kennsluaðferðir: Kennari og nemendur ræða efnið.  Ýmis verkefni eru unnin, vinnubók, einstaklings- og hópverkefni.Nemendur þjálfist í að nota margvísleg gögn til upplýsingaöflunar;  kennslubækur, uppflettirit, landakort, gröf, myndbönd og vefsíður.

Áhersla er lögð á ábyrgð nemenda á eigin verkefnum.

Námsgögn: Kennslubókin Norðurlönd, Kortabækur, Miðaldafólk á ferð, Snorra saga, og annað efni frá kennara.

 Námsmat: Ástundun, verkefni og próf.

 

Lífsleikni

Viðfangsefni: Sjálfsþekking, samfélag, samskipti, umhverfi, sköpun, námstækni, lífsstíll, menning

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Lífsleiknin verður ástunduð hvern dag vikunnar í mismunandi langan tíma. Nemendur fá margs konar verkefni til þess að átta sig á sínum sterku og veiku hliðum, efla tjáskipti og sköpunargleðina, taka af skarið,virkja tilfinningaskalann, efla sjálfstraustið, hemja sig, taka tillit til annarra, vinna í misstórum hópum og þola að vera einir með sjálfum sér.

Einstaka sinnum einhver heimavinna.

Inn í lífsleikni fléttast Olweusar fræðsla.  Svo munum við taka á málefnum líðandi stundar, s.s. líðan nemenda, fréttir og frásagnir í fjölmiðlum og fleira sem berast okkur með vindinum.  Lífsleikni er erfitt að afmarka þar sem við erum á mismunandi stöðum hvað það varðar og mikilvægt er að koma til móts við hvern og einn.

Námsmat: Þátttaka og ástundun verður metin fyrir hverja önn.

 

Náttúrufræði

Markmið að nemendur:

  • kynnist ýmsum viðfangsefnum eðlisvísinda t.d. flotkrafti, núningskrafti, lyftikrafti, einföldum vélum, hraða, bylgjum og hljóði, og geri athuganir þeim tengdum.
  • kynnist stærðum reikistjarna, fjarlægðum í himingeimnum, mikilvægi lofthjúpsins og hringrás vatns.
  • skoði jarðmyndanir í heimabyggð og mismunandi jarðveg.
  • kynnist og geri athuganir á lífríki í fersku vatni

Námsgögn: Auðvitað, bók 2., Lífríkið á landi,  Lífríkið í sjó.  Auk þess er leitað fanga hvar sem gagnlegar upplýsingar er að finna í fræðibókum, tímaritum, myndböndum og á veraldarvefnum.

 Námsleiðir og kennsluaðferðir: Leitast verður við að vinna á fjölbreyttan hátt með viðfangsefni þar sem aðaláhersla verður á eigin uppgötvanir og athuganir nemenda. Nemendur vinna bæði einstaklings og hópverkefni og er öllum verkefnum safnað í vinnumöppu. Stefnt er á að kennsla fari að einhverju leyti fram utan dyra. Heimanám byggist á lestri og verkefnavinnu sem ætlað er að ýti undir skilning á efninu.

Námsmat: Formlegt námsmat á sér stað í lok hverrar annar og byggir á verklegum athugunum, verkefnavinnu, könnunarprófum og virkni og frumkvæði í allri verklegri vinnu. Verklegar athuganir eru framkvæmdar jafnt og þétt yfir annirnar. Nemendur vinna einnig reglulega smærri verkefni en auk þess verður stærri viðameiri verkefnum bætt við sem hafa þá aukið vægi þ.á.m. er áætlað að vinna eitt stórt verkefni um lífríkið í sjó þegar fer að vora. Könnunarpróf eru smá í sniðum og lögð fyrir við lok einstakra efnisþátta í tengslum við námsefnið Auðvitað og Lífríkið á landi.

 

Upplýsingatækni

Markmið að nemendur:

  • tileinki sér jákvætt viðhorf til tölva og þjálfist í að umgangast þær.
  • þekki helstu hluta tölvu og hafi tileinkað sér íslenskan orðaforða þar um.
  • geti notað tölvu til að skrifa og prenta út eigin texta.
  • nái tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborði, tileinki sér blindraskrift og rétta líkamsbeitingu.
  • geti geymt eigin upplýsingar á tölvutæku formi.
  • læri að nota margmiðlunarefni til að bæta við eigin þekkingu og til skemmtunar.
  • læri að nota Windows stýrikerfið.
  • læri að vinna með Word- og Windowsforritin, Excel og PowerPoint.
  • kynnist vefnum og læri að leita að efni á honum.

Námsgögn:

  • Kennsluforrit.
  • Word, handbók og kennsluefni frá Námsgagnastofnun.
  • Skolavefurinn.is
  • Vefur Námsgagnstofnunar, nams.is.
  • Samþætt öðru námi

 

Myndmennt

Markmið að nemendur:

  • kynnist skissugerð og öðlist skilning á mikilvægi hennar sem eðlilegs hluta af vinnuferli
  • vinni með stærðir og hlutföll
  • geti sýnt fram á að stærðarhlutföll,skörun,og litir hafi rýmisskapandi áhrif
  • geti beitt litum til fá fram áhrif í mynd
  • teikni hluti eftir fyrirmynd s.s. uppstillingu
  • rifji upp litafræði
  • viti að litir hafa mismunandi þýðingu í lífi mannsins bæði hvað varðar áhrif þeirra á tilfinningar og merkingu þeirra
  • skoði mynddæmi um verk unnin í anda impressionisma og kanni mismunandi útfærslu á ljós og áhrif þess
  • geti tjáð sig um eigin verk og annarra
  • kunni að ganga frá verkefnum, efnum og áhöldum, og geri sér grein fyrir verðmæti þeirra.

Námsgögn: Myndmennt I-II, efni af internetinu, listaverkabækur og efni frá kennara.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Leitast er við að þroska með nemendum hæfileika til að vinna sjálfstætt og efla hæfni þeirra til samstarfs við aðra þar sem sameiginleg verkefni er um að ræða.  Lögð er áhersla á skissugerð og hugmyndavinnu. Reynt verður að kynna fyrir nemendum ólíka tækni við útfærslu myndverka. Námið fer fram með umræðum, sýnikennslu, stuttum fyrirlestrum,  sýningu mynddæma, og myndbanda þar sem hægt er að koma því við.

Námsmat: Umsagnir og/eða einkunnir eru gefnar í lok námstímabils og byggjast á verklegri útfærslu, frágangi og skilum verkefna. Einnig er tekið tillit til framkomu samvinnu, framförum, vinnusemi, áhuga og umgengni.

 

Hannyrðir

Markmið að:

  • stuðla að samspili hugar og handa.
  • efla  sjálfstæð vinnubrögð og vandvirkni.
  • nemendur læri að ganga vel um vélar og önnur áhöld sem notuð eru til verkefnagerðar.
  • nemendur taki tillit til annarra og sýni þolinmæði.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Lagt er upp með að láta nemendur fást við verkefni sem hæfa bæði aldri og þroska hverju sinni svo sem í prjóni, útsaumi og vélsaumi.

Námsmat: Metin verður ástundun í tímum, verklagni, frumkvæði, framfarir, samstarfshæfni og hegðun.

Matsblað hannyrðir

 

Heimilisfræði

Markmið að nemendur:

  • kynnist orkuefnum fæðunnar og læri um hlutverk þeirra í líkamanum.
  • geri sér grein fyrir því að neysluvenjur hafa áhrif á heilsuna.
  • rifji upp þekkingu sína á fæðuflokkunum og vinni sérstaklega með kjöt, fisk og eggjaflokk.
  • þjálfist í að stækka og minnka uppskriftir.
  • auki þekkingu og leikni í heimilisstörfum.
  • tileinki sér kurteisi og tillitsemi við borðhald og bragði á þeim fæðutegundum sem á boðstólum eru .
  • tileinki sér jákvæð viðhorf til umhverfisverndar.
  • fái þjálfun í samskiptum og að virða ólík sjónarmið.

Námsgögn: Gott og gagnlegt, heimilisfræði fyrir 6. bekk. Verkefnablöð. Uppskriftir frá kennara. Myndbönd.

Námsleiðir og kennsluaðferðir: Umræður tengdar námsefni. Innlagnir. Sýnikennsla. Verklegar æfingar í eldhúsi, einstaklings- og hópvinna.

Námsmat: Metin verður ástundun í tímum, verklagni, frumkvæði, framfarir, samstarfshæfni og hegðun.

Matsblað í heimilisfræði

 

Smíði og hönnun

Markmið er:

  • að þekkja heiti helstu yfirflokka verkfæra.
  • að kunna skil á algengum festingum, s.s. lími, skrúfum og nöglum.
  • að sýna ábyrga umgengni og fara eftir almennum reglum er varða notkun véla og verkfæra.
  • að geta beitt einföldum handverkfærum, t.d. hamri, sög, þjöl, raspi og borsveif.
  • að geta notað lím, nagla og skrúfur í varanlegar festingar.
  • þekking á öryggisbúnaði og -reglur smíðastofunnar og vita hvernig á að nota hann
  • þekking á algengustu smíðavélum.
  • að geta notað einföld rafmagnsverkfæri og vélar smíðastofu sem hæfa aldri, t.d. tifsög, brennipenna, plastbeygjuvél og juðara.
  • að geta starfað einn og óstuddur að smíðaverkefni.
  • að bera sig rétt að við vinnu.
  • að ganga frá verkfærum eftir sig og sópa í kringum vinnuaðstöðu sína.
  • þekking á helstu yfirflokka efna, eiginleikum þeirra og notkunarsviði, s.s. náttúruleg efni og manngerð, trjávið, plast, leður, málma, steypu og gler.
  • að kunna að pússa og vinna efni undir yfirborðsmeðferð.
  • að kunna skil á algengum yfirborðsefnum, s.s. vatns-málningu, olíu, lakki og vatnslitum.
  • að geta borið vatnsleysanleg yfirborðsefni á með pensli og hreinsað hann eftir notkun.
  • að efla sjálfsmynd sína og frumkvæði með skapandi starfi.
  • að þróa með sér forvitni sem stuðli að frumkvæði, hugviti og áhuga á að rannsaka, skoða, sundurgreina og skilgreina.
  • að efla framtakssemi, vinnusemi, þolinmæði og sjálfsaga við vinnu.

Námsmat: Símat þar sem fylgst er með 6 þáttum: frumkvæði, getu til að fylgja leiðbeiningum, frágangi á verki, hegðun, áhuga og umgengni. Fyrstu 4 þættirnir skora mest. (Sjá nánar einkunnablað í hönnun og smíði á heimsíðu skólans) Gefið er í bókstöfum A-D þar sem A er hæst. Sjá matsblað fyrir smíði

 

Íþróttir

Markmið að nemendur:

  • læri og taki virkan þátt í margvíslegum leikjum og æfingum, sem jafnframt styrkja samskipti og samvinnu nemenda
  • læri að þekkja heiti helstu líkamshluta og hreyfinga
  • tileinki sér þær reglur og fyrirmæli sem í gildi eru í skólaíþróttum
  • upplifi skólaíþróttir á jákvæðan og skemmtilegan hátt
  • leysi verkefni af hendi þar sem tekið hefur verið tillit til annarra
  • öðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum eins og stríðni og einelti
  • taki þátt í fjölbreyttum leikjum sem efla sjálfstraust, viljastyrk og áræði

Hæfniviðmið:

  • Einfaldar æfingar og leikir sem ná til samspils skynfæra og útfærslu hreyfinga
  • Þjálfun í notkun ólíkra áhalda
  • Fjölbreyttir leikir og æfingar sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og bæta líkamshreysti og þrek
  • Leikrænar undirbúningsæfingar fyrir einstakar íþróttagreinar
  • Hreyfinám og íþróttaiðkun utanhúss
  • Stöðluð próf til að meta líkamshreysti og liðleika
  • Einföld verkefni sem ná til sköpunar og leikrænnar tjáningar

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Líkamleg færni nemenda könnuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum.

 

Sund

Markmið að nemendur:

  • þekki mikilvægi sunds sem líkams- og heilsuræktar
  • læri helsta orðaforða sundíþrótta
  • læri séreinkenni einstakra sundaðferða
  • öðlist skilning á hættum sem leynast í og við vatn og sundlaugar
  • tileinki sér helstu atriði björgunar úr vatni

Hæfniviðmið

  • undirbúningsæfingar fyrir flugsund
  • 50 m skólabaksund
  • 25 m skriðsund
  • 25 m baksund
  • stunga af bakka
  • köfun eftir hlut á 1-2 m dýpi eftir 5 m sund
  • læri helstu atriði sem snúa að björgun úr vatni

Námsmat: Símat sem byggir á ástundun, hegðun, virkni og umgengni. Sundfærni nemenda könnuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum 6. sundstigs.