Heilsueflandi grunnskóli
Samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð nú einn af sex grunnþáttum menntunar. Þátttaka í Heilsueflandi grunnskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sínu starfi.
Heilsueflandi grunnskóla er verkefni sem Landlæknisembættið stendur fyrir og tugir íslenskra grunnskóla starfa samkvæmt.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um heilsueflandi grunnskóla hér.
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri starfar heilsueflandi teymi sem hefur það hlutverk að setja viðmiðunarreglur varðandi heilsu og hollustuhætti innan skólans.
Starfsmenn og nemendur BES hugsa um heilsuna og mataræði er einn af átta þáttum sem heilsueflandi grunnskóli vinnur með. Starfsmenn mötuneytis BES eru duglegir að bera grænmeti fram með matseðli og aukning hefur orðið í neyslu grænmetis og ávaxta síðustu misseri.
Hér má einnig finna leiðbeiningar um hollt og gott nesti.