
Fréttasafn
Skólasetning fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri mánudaginn 25. ágúst n.k.
Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara.
Kl. 09:00 Nemendur í 1.- 6. bekk, f. 2019-2014.
Kl. 10:00 Nemendur í 7. -10. bekk, f. 2013-2010.
Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2019) verða jafnframt boðaðir til viðtals með umsjónarkennara.
Að dagskrá lokinni fara nemendur heim.
Opið hús verður í skólanum á Eyrarbakka fyrir nemendur unglingastigs og forsjáraðila þeirra frá kl. 10:45 – 11:15.
Akstur á skólasetningu
kl. 8:40 frá skólanum á Eyrarbakka tekur hring á Eyrarbakka.
kl. 9:30 frá skólanum á Stokkseyri til skólans á Eyrarbakka.
kl. 9:40 frá skólanum á Eyrarbakka tekur hring á Eyrarbakka.
kl. 10:30 frá skólanum á Stokkseyri yfir á Eyrarbakka og tekinn hringur til að skila nemendum heim.
Skrifstofa skólans á Eyrarbakka er nú lokuð vegna sumarleyfa. Á Stokkseyri verður skrifstofan opin til og með föstudeginum 13. júní og lokar þá einnig yfir sumarið.
Skrifstofan opnar aftur að loknu sumarleyfi miðvikudaginn 6. ágúst á Stokkseyri, á Eyrarbakka opnar hún síðar þar sem báðir ritarar hefja störf á Stokkseyri.
Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá ykkur aftur! 🌞
Þrír styrkir til nýsköpunar og fagþróunar í BES
Á vormánuðum fékk Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) úthlutað þremur styrkjum til að efla og þróa skólastarf. Tveir þeirra eru frá Sprotasjóði og einn úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla.
Sprotasjóður „Ljóðlína til lífs“
BES hlaut 710.000 kr. til verkefnisins Ljóðlína til lífs, sem miðar að því að efla ljóðræna tjáningu og notkun ljóða í námi með áherslu á miðstig. Verkefnið sameinar sköpun, lestur og túlkun. Verkefnastjórar eru Charlotte Sigrid á Kósini og Heiðrún Helga Ólafsdóttir.
Sprotasjóður „Í leiknum búa töfrarnir“
Verkefni sem hefur það markmið að kanna hvernig nýta má leik sem námstæki á yngsta stigi hlaut 1.000.000 kr. styrk. Verkefnastjóri er Sigríður Pálsdóttir.
Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Mennta- og barnamálaráðuneytinu í gær, þar sem Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Bragi Þór Svavarsson, formaður stjórnar Sprotasjóðs, stóðu fyrir formlegri afhendingu.
Endurmenntunarsjóður grunnskóla
Að auki hlaut BES 336.000 kr. úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að styðja við innleiðingu nýrrar uppeldisstefnu í skólastarfinu. Styrkurinn verður nýttur í fræðslu og stuðning fyrir starfsfólkið í innleiðingarferlinu. Verkefnið hefur verið kynnt í skólaráði og verður kynnt foreldrum í upphafi næsta skólaárs.
Við í BES fögnum þessum styrkjum og tækifærunum sem þeir skapa til að efla faglegt starf, nýsköpun og skapandi nálgun í námi og kennslu.
Föstudaginn 6. júní 2025 útskrifaðist glæsilegur 12 manna hópur úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Við óskum þeim öllum góðs gengis í framtíðinni og óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.