sunno

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fréttasafn

Jólatónleikar

12. desember 2025
Miðvikudaginn 10. desember hélt Skólakór BES stórglæsilega jólatónleika í skólahúsnæðinu á Stokkseyri.
Þar komu fram bæði yngri og eldri kórinn með nemendum úr 1.–6. bekk og sköpuðu fallega og hátíðlega stemningu.
Anna Vala Ólafsdóttir kórstjóri stýrði tónleikunum af mikilli fagmennsku og greinilegt er að hún hefur unnið frábært starf með börnunum í vetur.
Innilegar hamingjuóskir til allra sem komu að þessum dásamlegu tónleikum.

Vasaljósaganga 7.-10. bekkjar

8. desember 2025
Í morgunsárið lögðu nemendur í 7.-10. bekk af stað í hina árlegu vasaljósagöngu frá skólanum á Eyrarbakka yfir í Stokkseyri, þar sem afhjúpun jólagluggans beið þeirra. Gengið var eftir fallegum fjörustígnum sem liggur milli þorpanna, um 5 km leið. Það var einstök stemning í loftinu, sumir gengu af krafti og voru fljótir yfir, á meðan aðrir nutu þess að rölta rólega, njóta en ekki þjóta.
Himininn var stjörnubjartur þegar lagt var af stað og fengu göngugarparnir einnig að fylgjast með sólinni rísa. Morgunroðinn litaði himininn appelsínugulum ljóma og skapaði dásamlegt sjónarspil.
Þegar hópurinn kom að Stokkseyri hópuðust allir nemendur í 1.-10.bekk ásamt starfsfólki skólans við jólagluggann. Þar sungu allir saman nokkur jólalög áður en komið var að hátíðlegri afhjúpun jólagluggans. Glugginn reyndist vera stórglæsilegur!
Við ætlum þó ekki að segja hvaða bókstaf glugginn hefur að geyma, heldur hvetjum alla til að leggja leið sína að Stokkseyri og sjá hann með eigin augum.

Jólaglugginn opnaður með ljósaferð yfir milli byggðanna

4. desember 2025

Jólaglugginn var opnaður í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í morgun. Nemendur frá Eyrarbakka gengu með vasaljós frá Eyrarbakka og svo sungu allir 2 jólalög og glugginn var afhjúpaður.

Jólahefð

28. nóvember 2025
Í vikunni þáðu nemendur 10. bekkjar hið árlega boð frá Byggðasafni Árnesinga um að skreyta eftirlíkingu af elsta jólatré landsins í Húsinu á Eyrarbakka. Þessi heimsókn er ein af okkar uppáhalds hefðum í BES.
Upprunalega jólatréð, sem er spýtutré frá árinu 1873 úr uppsveitum Árnessýslu, eignaðist safnið árið 1955 og hefur það verið hluti af jólasýningu Hússins í áratugi. Nemendur skreyttu eftirlíkinguna undir hlýlegri og fróðri leiðsögn Lindu Ásdísardóttur, sem bauð jafnframt upp á jólatónlist af hljómplötum, heitt kakó, piparkökur og frábæran félagsskap.
Við erum ótrúlega þakklát fyrir að fá þetta heimboð ár eftir ár og fyrir að vera hluti af þessari fallegu jólahefð.