sunno

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fréttasafn

Haustbréf, haustfrí, bleikur dagur og fleira

12. október 2021
Kæru foreldrar og forráðamenn. Nú er haustið búið að færast yfir með sínum falegu litum og fjölbreyttu veðrabrigðum. Það kallar á hlýjan og góðan fatnað og langar okkur að biðja foreldra og forráðamenn að vera sérstaklega vakandi yfir fatnaði sinna barna. Skólastarfið við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur farið vel að stað, kraftur er í námi og starfi við skólann. Margt er á döfinni á næstunni, þar ber þetta helst:
  • Eins og margir hafa tekið eftir er verið að loka skólalóðinn á Stokkseyri með steyptum stöplum. Þetta er gert í öryggisskyni, til að verja skólalóðina akstri. Við þökkum þolinmæðina sem forráðamenn hafa sýnt í framkvæmdaferlinu.
  • Á morgun, miðvikudaginn 13. október, höldum við bleikan dag til stuðnings þeirra sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Allir að koma í bleiku!
  • Haustfrí verður dagana 14. og 15. október og því skólinn lokaður. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 18. október.
  • Ólympíuhlaupið fer fram þriðjudaginn 19. október.
  • Skólafundur vegna styrks BES og nærumhverfisins fer fram miðvikudaginn 27. október kl. 17:30.
  • Mánudaginn 1. nóvember er starfsdagur og því engin kennsla þann dag.
  • Þriðjudaginn 2. nóvember er foreldraviðtaladagur þar sem nemendur koma með foeldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennara. Þar er líðan nemandans í forgrunni.
Okkar bestu kveðjur með ósk um ánægjulegt haustfrí, starfsmenn BES.

BES lítur sér nær – styrkur frá Sprotasjóði

7. október 2021

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fékk styrk frá Sprotasjóði vegna verkefnisins BES lítur sér nær.  Þetta verkefni felur í sér að BES ætlar að leita til nærsamfélagsins um samstarf í skólamálum.  Um er að ræða samstarf við fyrirtæki, félagasamtök og  einstaklinga, ekki er skilyrði að viðkomandi tengist skólanum eitthvað fyrir. Markmiðið með verkefninu er m.a. að róa á ný mið og fá inn nýjar hugmyndir og tækifæri svo skólinn sé hluti af samfélaginu og að samfélagið taki þátt í skólastarfinu.  

Þetta samstarf getur verið í ýmis konar formi, s.s. að nemendur skólans fái að koma í heimsókn í fyrirtæki og/eða stofnanir á svæðinu.  Fái að kynna sér starfsemi og fræðast um fyrirtækið.  Þetta getur verið bundið við eina heimsókn eða verkefni sem byggir á fleiri heimsóknum og jafnvel að fyrirtækið sendi fólk í skólann til að ræða við nemendur.   Þetta getur verið samstarf við félagasamtök um kynningar á þeim, heimsóknir á báða bóga og einnig verkefni sem unnin væru af nemendum í samráði við viðkomandi félagasamtök.  Eins getur þetta verið samstarf við einstaklinga sem kæmu í skólann og segðu frá lífi sínu í nærsamfélagi skólans og/eða læsu fyrir nemendur eða spjölluðu við þá um lífið og tilveruna hér við ströndina.   

Fyrsta skrefið er að skipuleggja atburði og funda með þeim aðilum sem verkefnið snýst um.  BES ætlar að byrja á fundi þar sem allir áhugasamir (og hinir líka) eru velkomnir til að ræða útfærslu á þessu verkefni og koma með hugmyndir um hvað er hægt að gera og hvernig það verður framkvæmt. Það er mikilvægt fyrir okkur í BES að samfélagið í kringum okkur komi að þessu og eru allar hugmyndir mjög vel þegnar.   

Kæru meðlimir nærsamfélagsins, takið 27. október frá til að mæta á fund í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri (Stokkseyrarmegin).  Nánari upplýingar um fundinn verða sendar út síðar.   

Ef einhverjum liggur á að koma sinni hugmynd á framfæri fyrir fundinn þá er velkomið að hringja í Sirrý deildarstjóra og verkefnisstjóra verkefnisins í síma 480-3214 eða senda tölvupóst á netfangið sigridurp@barnaskolinn.is 

Nemendur BES á sinfóníutónleikum

30. september 2021

Nemendur 4. bekkjar fóru á sinfónutónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands á dögunum ásamt öðrum nemendum 4. bekkjar í Árborg. Þar hlýddu nemendur á hljóðfærakynningu, verk úr bíómyndunum um James Bond og svo aðalverk dagsins, Lykillinn eftir Tryggva M. Balvinsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Friðrik Erlingson var sögumaður og lifðu nemendur sig inn í frábæran flutninginn.

Starfsdagur – Haustþing kennara

23. september 2021

Föstudaginn 24. september fer haustþing kennara á Suðurlandi fram og er dagurinn því skipulagður sem starfsdagur, engin kennsla fer fram þann daginn. Sjáumst hress og kát mánudaginn 27. september.

Stjórnendur