Fréttasafn
Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri
Glæsileg árshátíð yngra stigs!
Nú í morgun fór fram árshátíð yngra stigs og var hún sannarlega stórglæsileg. Nemendur 6. bekkjar fóru á kostum í leikrænum kynningum og hver bekkurinn átti frábæra stund á sviðinu í dag. Húsfyllir var á árshátíðinni og góð stemning eins […]
Lesa Meira >>Súpufundur um netfíkn
Samborg í samvinnu við fræðslusvið Árborgar er með fyrirlestur 5. apríl kl 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars. Núna mun […]
Lesa Meira >>Árshátíð yngra stigs 1. apríl
Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri föstudaginn 01. apríl. Hátíðin hefst kl. 09:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan kaffiveitingum að henni lokinni. Nemendur mæta samkv. stundaskrá í skólann. Þau þurfa því að hafa fínu fötin […]
Lesa Meira >>Yngra stig Barnaskólans verðlaunað fyrir lestur
Fimmtudaginn 17. mars voru veittar viðurkenningar fyrir lestrarátakið „Allir lesa“ í Barnaskólanum á Stokkseyri. Hafdís Sigurjónsdóttir skólabókavörður skólabókasafnsins veitti veglegri bókagjöf viðtöku fyrir hönd skólans af þessu tilefni frá www.allirlesa.is. Nú hafa 18 nýjar bækur bæst við safnið og má […]
Lesa Meira >>Frestun árshátíðar
Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem halda átti 18. mars er frestað vegna veikinda starfsmanna og nemenda. Hún verður haldin föstudaginn 1. apríl. Nánari dagskrá send út þriðjudaginn 29. mars. Kveðja, Nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Lesa Meira >>Nýjung á skólabókasafni BES
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á skólabókasafni Barnaskólans að nemendur í 6. bekk mæla með bók fyrir nemendur BES. Í hverri viku eru 2 nemendur úr 6. bekk fengnir til þess að mæla með bók eða bókaflokk sem þeim finnst […]
Lesa Meira >>Góður árangur í Skólahreysti og upplestarkeppninni
Fimmtudaginn 10. mars gerðu nemendur unglingastigs góðar ferðir í Hveragerði og Garðabæ. Þá stóðu nemendur 7. bekkjar sig með prýði í Stóru upplestrarkeppninni og lið BES hafnaði í fjórða sæti í Skólahreysti, einungis tveimur stigum frá verðlaunasæti! Frábær árangur þetta […]
Lesa Meira >>Fulltrúar BES á Stóru upplestrarkeppninni
Á dögunum fór fram undankeppni nemenda 7. bekkjar BES fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Grunnskólanum í Hveragerði 10. mars næstkomandi. Nemendur stóðu sig með prýði í upplestri sínum og átti dómnefndin sem skipuð var þeim Magnúsi skólastjóra, Sigríði […]
Lesa Meira >>Miðstig BES sigraði í Allir lesa!
Í síðustu viku bárust þær gleðilegu fréttir að miðstig BES hefði sigrað lestarkeppnina í sínum flokki í Allir lesa, landsleikur í lestri sem staðið hefur yfir á þorranum – til hamingju með það og alveg hreint glæsilegur árangur hjá nemendum […]
Lesa Meira >>Fyrirlestur um tölvufíkn
Þriðjudaginn 1. mars fer fram fyrirlestur og kynning á tölvufíkn í Sunnulækjarskóla kl. 18:00. Það er Samborg sem stendur fyrir fræðslunni, léttar veitingar í boði.
Lesa Meira >>Verkefnadagur, viðtalsdagur og vetrarfrí
Þriðjudaginn 23. febrúar er verkefnadagur kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, nemendur eru í leyfi þann dag. Miðvikudaginn 24. febrúar er viðtalsdagur á Stokkseyri þar sem nemendur og foreldrar funda með umsjónarkennara um sína námsstöðu. Fimmtudaginn 25. og föstudaginn […]
Lesa Meira >>Fimir nemendur Barnaskólans
Síðastliðinn laugardag héldu 33 börn úr BES á sitt annað hópfimleikamót Hamars í Hveragerði. Þau stóðu sig með eindæmum vel og voru sér og öðrum til sóma. Bestu kveðjur frá fimleikaþjálfurunum, Ingibjörgu Markúsdóttur og Ásdísi Maríu Magnúsdóttur.
Lesa Meira >>