Fréttasafn

Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri

Verkefnadagur, viðtalsdagur og vetrarfrí

22. febrúar 2016

Þriðjudaginn 23. febrúar er verkefnadagur kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, nemendur eru í leyfi þann dag. Miðvikudaginn 24. febrúar er viðtalsdagur á Stokkseyri þar sem nemendur og foreldrar funda með umsjónarkennara um sína námsstöðu. Fimmtudaginn 25. og föstudaginn […]

Lesa Meira >>

Fimir nemendur Barnaskólans

17. febrúar 2016

Síðastliðinn laugardag héldu 33 börn úr BES á sitt annað hópfimleikamót Hamars í Hveragerði. Þau stóðu sig með eindæmum vel og voru sér og öðrum til sóma.  Bestu kveðjur frá fimleikaþjálfurunum, Ingibjörgu Markúsdóttur og Ásdísi Maríu Magnúsdóttur.  

Lesa Meira >>

112 dagurinn er í dag!

11. febrúar 2016

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að almannavörnum. Aðstandendur dagsins fræða almenning um almannavarnir og er sérstök áhersla lögð á að fjalla um viðbúnað og viðbrögð almennings við náttúruhamförum á borð […]

Lesa Meira >>

Öskudagurinn 2016

8. febrúar 2016

Kæru forráðamenn! Miðvikudaginn 10. febrúar, ÖSKUDAGINN, verður ýmislegt til gamans gert hér í skólanum. Kötturinn sleginn úr tunnunni og dansað örlítið! Að venju verður skóladagurinn  ögn styttri og  lýkur hjá öllum kl. 13.15. Þetta gefur öllum tækifæri til að eiga skemmtilegan […]

Lesa Meira >>

Skák fyrir ungmenni

4. febrúar 2016

Fischersetrið á Selfossi, Austurvegi 21,  mun hafa opið hús fyrir grunnskólakrakka á laugardögum frá kl. 11:00 – 12:30, þar sem þeim gefst tækifæri til að hittast og tefla saman. Fyrsti tíminn var s.l. laugardag eða 30. janúar og er hugmyndin […]

Lesa Meira >>

Allir lesa í BES

25. janúar 2016

Föstudaginn 22. janúar s.l. hófst landsleikurinn Allir lesa. Við í BES höfum skráð bekki og starfsfólk til leiks en leikurinn snýst um að safna mínútum í bókalestri í Þorramánuðinum. Á unglingastigi BES ætlum að mæla lestur bekkja og keppa innbyrðis […]

Lesa Meira >>

Verkefnadagur kennara 18. janúar 2016

14. janúar 2016

Kæru foreldrar og forráðamenn Eins og fram kemur á skóladagatali skólans er verkefnadagur kennara  mánudaginn 18. janúar og er þá frí hjá nemendum.  Skólavistin Stjörnusteinar opnar kl. 07.45 og er opin til kl. 17.00. Eru forráðamenn beðnir um að láta skólavistina vita […]

Lesa Meira >>

Skólaakstur í dag!

12. janúar 2016

Stefnt er að því að hefja skólaakstur kl.10.00 Myndi þá skólabíllinn fara frá skólanum á Stokkseyri að skólanum á Eyrarbakka og svo til baka þar sem erfitt er að keyra skólabílinn um götur bæjanna. Ef einhverjar breytingar verða kemur það […]

Lesa Meira >>

Seinkun á skólaakstri í dag þriðjudaginn 12. janúar

12. janúar 2016

Vegna veðurs og færðar verður seinkun á skólaakstri í dag. Tilkynning um skólaakstur verður sent á Mentor og heimasíðu!

Lesa Meira >>

Áramótakveðja og fréttabréf fræðslusviðs

5. janúar 2016

Kæru foreldrar/forráðamenn. Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs sendum við út nýársfréttabréf fræðslusviðs. Þar eru nokkrar fréttir frá skólum sveitarfélagsins og skólaþjónustu og fjallað um hluta af því sem er á döfinni á næstunni. Á forsíðu er fjallað […]

Lesa Meira >>

Vasaljósaferð 3. bekkjar

17. desember 2015

Þriðji bekkur skellti sér í vasaljósaferð fimmtudaginn 17. desember í fyrsta tíma. Nemendum var skipt í 3 hópa, sem fengu það verkefni að halda fund og ákveða nafn á hópinn, hópkall, jólalag til að syngja eftir hverja þraut og velja […]

Lesa Meira >>

Indverski listamaðurinn Baniprosonno í BES

17. desember 2015

Á þriðjudaginn var fengum við í BES alveg ótrúlega skemmtilega heimsókn til okkar á Stokkseyri. Til okkar kom indverski listamaðurinn BANIPROSONNO og kona hans Putul. Þau hafa margoft komið til Íslands og þá haldið listasmiðjur í Listasafni Árnesinga, bæði fyrir […]

Lesa Meira >>