Mötuneyti og skólamáltíðir

bes-stokkseyri

Við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) eru vel útbúin móttökueldhús sem tekur á móti mat frá Stekkjaskóla á báðum starfsstöðvum skólans. BES er heilsueflandi grunnskóli og starfar undir þeim merkjum.

Skráning í mötuneyti

Pöntun skólamáltíðar þarf að gera með rafrænum skilríkjum eða Íslykli á Mín Árborg undir Mínum síðum á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar

Þjónustuver sveitarfélagsins veitir upplýsingar um notkun rafræns þjónustutorgs. Sími: 480 1900. Til að geta skráð sig inn á Mín Árborg þarf viðkomandi að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Ef einhver vandræði eru með skráningu á Mín Árborg má leita til ritara skólans.

Við pöntun á skólamáltíðum er nauðsynlegt að tilkynna viðkomandi skóla ef um er að ræða þörf á sérfæði vegna sjúkdóma s.s. ofnæmis, sykursýki o.fl. Ef þörf er á sérfæði þarf læknisvottorð að fylgja sem staðfestir slíkt við upphaf hvers skólaárs.

Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um skólamáltíðir

 

Matur í boði fyrir alla nemendur

Skólamáltíðir standa öllum grunnskólanemendum, sem stunda nám í 1.–10. bekk í grunnskólum Árborgar. Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Pöntun skólamáltíðar skal gerð með rafrænum hætti í gegnum Mín Árborg  sem hægt er að nálgast á Árborgarvefnum, www.arborg.is.

Fyrirkomulag mataráskrifta

Mataráskrift heldur áfram næsta skólaár nema henni sé sagt upp. Tilkynnt er  um uppsögn á áskrift á Mín Árborg. Ef barn skiptir um skóla er mataráskrift sagt upp í skóla sem hætt er í og sótt er um í nýjum skóla.

Greiðslufyrirkomulag

Uppgjör skólamáltíða fer fram mánaðarlega í gegnum heimabanka, eftirá . Upplýsingar um verð koma fram í gjaldskrá skólamáltíða, sem er að finna á Árborgarvefnum, www.arborg.is .

Ef dráttur verður á greiðslu

Hafi greiðsla fyrir skólamáltíð ekki borist á eindaga sendir sveitarfélagið greiðanda aðvörun. Hafi vanskil staðið í þrjá mánuði frá eindaga að telja fer krafan í innheimtu

Hvenær tekur umsókn ekki gildi?

Umsókn um skólamáltíð tekur ekki gildi ef foreldrar/forráðamenn eru í vanskilum vegna gjalda í frístundaheimili og/eða  vegna skólamáltíða. Séu umrædd gjöld í vanskilum í upphafi skólaárs tekur umsókn ekki gildi og nemandi á ekki rétt á skólamáltíð fyrr en krafan hefur verið greidd. Ef fólk á í greiðsluerfiðleikum er hægt að snúa sér til fjármálasviðs sveitarfélagsins til að semja um greiðslufyrirkomulag.