Mötuneyti og skólamáltíðir

bes-stokkseyri

Við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) eru vel útbúin móttökueldhús sem taka á móti mat frá Stekkjaskóla á báðum starfsstöðvum skólans. BES er heilsueflandi grunnskóli og starfar undir þeim merkjum.

Skráning í mötuneyti

Pöntun skólamáltíðar þarf að gera með rafrænum skilríkjum eða Íslykli á Mín Árborg undir Mínum síðum á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar

Þjónustuver sveitarfélagsins veitir upplýsingar um notkun rafræns þjónustutorgs. Sími: 480 1900. Til að geta skráð sig inn á Mín Árborg þarf viðkomandi að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Ef einhver vandræði eru með skráningu á Mín Árborg má leita til ritara skólans.

Við pöntun á skólamáltíðum er nauðsynlegt að tilkynna skólanum ef barn þarf á sérfæði að halda vegna sjúkdóma, svo sem ofnæmis eða sykursýki. Til að unnt sé að tryggja örugga og viðeigandi máltíðir þarf að leggja fram læknisvottorð sem staðfestir slíkt, og skal því skilað við upphaf hvers skólastigs, það er í fyrsta, fimmta og áttunda bekk.

Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um skólamáltíðir

 

Hádegismatur í boði fyrir alla nemendur
Skólamáltíðir standa öllum grunnskólanemendum í Árborg til boða. Lögð er áhersla á hollan og næringarríkan mat í samræmi við leiðbeiningar landlæknis. Hádegismatur er nemendum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg svo hægt sé að áætla fjölda máltíða og tryggja góða þjónustu.

Mjólk og ávextir
Forsjáraðilar geta skráð nemendur í ávaxta- og/eða mjólkuráskrift. Fyrir áskriftir er innheimt gjald samkvæmt gjaldskrá Árborgar.

Hvernig er sótt um þjónustuna?
Pöntun skólamáltíðar og ávaxta- og/eða mjólkuráskrifta skal gerð með rafrænum hætti í gegnum Mín Árborg  sem hægt er að nálgast á Árborgarvefnum, www.arborg.is.

Fyrirkomulag mataráskrifta
Matar-, ávaxta- og mjólkuráskrift framlengist sjálfkrafa milli skólaára nema henni sé sagt upp.
Breytingar og/eða uppsögn áskriftar eru skráðar á Mín Árborg.
Ef nemandi skiptir um skóla þurfa forsjáraðilar að segja upp eldri áskrift og sækja um í nýjum skóla.

Greiðslufyrirkomulag
Uppgjör ávaxta- og mjókuráksrifta fer fram mánaðarlega eftirá í gegnum heimabanka. Upplýsingar um verð koma fram í gjaldskrá skólamáltíða, sem er að finna á Árborgarvefnum, www.arborg.is .

Ef dráttur verður á greiðslu
Hafi greiðsla ekki borist á eindaga sendir sveitarfélagið greiðanda aðvörun.
Standist vanskil í þrjá mánuði frá eindaga fer krafan í innheimtu.

Hvenær tekur umsókn ekki gildi?
Umsókn um ávaxta- og/eða mjólkuráskrift tekur ekki gildi ef forsjáraðilar eru í vanskilum vegna gjalda í frístundaheimili eða  vegna ávaxta- og/eða mjólkuráskrifta. Séu slík gjöld í vanskilum við upphaf skólaárs á nemandi ekki rétt á ávaxta- og/eða mjólkuráskrift fyrr en skuldir hafa verið greiddar. Ef greiðsluerfiðleikar koma upp er hægt að hafa samband við fjármálasvið Árborgar til að semja um greiðslufyrirkomulag.