Skólaakstur
- Skólabíll ekur samkvæmt leiðarlýsingu sem skólastjórn leggur fram og er bílstjóra aðeins heimilt að hleypa farþegum inn og út á merktum stoppistöðum.
- Nemendur skulu gæta þess að ganga ekki að skólabíl fyrr en hann hefur stöðvað og dyr hafa verið opnaðar
- Nemendur skulu sýna hver öðrum tillitssemi þegar þeir fara inn eða úr skólabíl og forðast allan troðning.
- Nemendur skulu sýna bílstjóra, gæslufólki og skólasystkinum kurteisi og trufla ekki með óþarfa hávaða eða látum.
- Nemendur eiga að sitja í sætum með beltin spennt á meðan á akstri stendur.
- Nemendum ber að ganga vel um skólabílinn.
- Ef nemandi brýtur framangreindar reglur ítrekað verður honum vísað tímabundið úr skólabílnum á meðan verið er að fara yfir málið og leita leiða til lausnar á vandanum.
Þeir nemendur á Eyrarbakka sem sækja þurfa skóla á Stokkseyri og öfugt eiga rétt á að notafæra sér skólabílinn. Gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem heima eiga á Eyrarbakka og stunda nám í skólanum þar gangi í skólann að öllu jöfnu. Sama gildir um nemendur á Stokkseyri sem sækja nám í skólann á Stokkseyri. Þegar veður er vont er skipulagður akstur fyrir alla nemendur, en við slíkar aðstæður má búast við einhverri röskun á stundaskrá.