Dagana 6.-8. maí fóru nemendur í 6. bekk í heimsókn í skólann á Eyrarbakka til að skoða og kynna sér skólastarfið þar. Þetta er liður í að undirbúa þau fyrir næsta vetur, en þá verða þau í skólanum á Eyrarbakka. Sömu daga komu væntanlegir nemendur 1. bekkjar í heimsókn í skólann á Stokkseyri og tóku þátt í daglegu starfi skólans í sama tilgangi. Væntanlegur umsjónarkennari þeirra næsta vetur Tinna Ósk tók á móti þeim og skipulagði dagskrá fyrir þau.