Lífríkið við ströndina í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk voru að ljúka náttúrufræðismiðju á miðvikudaginn var. Þau hafa undanfarnar vikur verið að vinna að smiðjunni „Lífríkið við ströndina“ þar sem þau frædust um lífríkið sem býr í og við fjöruna. Unnin voru skapandi verkefni og lögð áherslu á ritun og frásögn, ásamt því að læra með því að fá að upplifa fyrstu hendi t.d með því að sjá hvernig á að verka fisk (þorsk og ýsu) til matreiðslu. Það þarf að flaka, roðfletta, skera niður í bita, raspa, steikja og svo borða með góðri lyst. Að sjálfsögðu var farið vettvangsferð í fjöruna sem hepnaðist ótrúlega vel og voru veðurguðirnir með okkur í liði að þessu sinni. Skólastofan varð að einskonar fiskabúri þegar líða tók á smiðjuna. Fiskinet í glugganum með skeljum og allskonar fiskum og dýrum ásamt hangandi fyrirbærum úr loftinu. Miðvikudaginn 9. nóvember komu foreldrar svo í heimsókn að sjá afrakstur vinnu barna sinna. Virkilega vel heppnuð náttúrufræðismiðja.
Charlotte á Kósini, umsjónarkennari

 

14937822_10154127654747945_2124373639_n 14958880_10154127654517945_1290370857_n 14963061_10210937420771762_868951796_n