Barnaskólinn og Erasmus+

Þann 29. september – 2. október síðastliðinn fór fram Erasmus+ tengslaráðstefna í Turku í Finnlandi. Sigríður Pálsdóttir deildarstjóri yngra stigs fór sem fulltrúi Íslands ásamt Sigríði H. Pálsdóttur leikskólastjóra frá Egilsstöðum.  Þær fræddust um Erasmus+ og kynntust fólki frá öðrum löndum Evrópu.  Markmið ráðstefnunnar var að mynda tengsl og búa til verkefni í samstarfi við 3-5 aðrar þjóðir.  Í kjölfarið verður sótt um styrk til Erasmus+ fyrir verkefnin.  Í vor kemur svo í ljós hvort verkefnin eru styrkhæf.  Sigríður kom heim með grunn að einu verkefni sem reynt verður að klára og koma í styrkhæft form.  Þau lönd sem koma að því verkefni eru Króatía, Eistland, Finnland, Danmörk, Belgía og Ísland.