Fánadagur íslenskunnar





Í skólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri er hátíðardagskrá í tilefni dagsins.
Dagskrá hófst með ávarpi skólastjórnenda. Í framhaldi héldu nemendur í heimastofur og tóku til við bókagerð þar sem hver bók inniheldur a.m.k. eitt frumsamið ljóð eða sögu, ljóð eftir íslenskan höfund, myndir og skreytingar.
Eldri nemendur á Eyrarbakka heimsóttu nemendur á Stokkseyri og lásu fyrir þá ljóð og sögur. Dagskráin endar síðan með því að nemendur horfa á islenska kvikmynd.

________________________________________________________________