Olladagar


Þriðjudaginn 25. okt. til föstudagsins 28. okt. er Olweusarvika í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Verkefni vikunnar er að vinna með einkunnarorð skólans  –



Jákvæðni     Metnaður      Virðing      Heiðarleiki




Þriðjudagur
Jákvæðnidagurinn. Bekkurinn ræðir saman um einkunnarorð skólans og fer yfir hvað þau merkja og hvað er hægt að gera til þess að vinna eftir þeim. Fókusinn í dag er á jákvæðni. Tala einnig um hvernig jákvæðni tengjast einelti eða baráttu gegn því.


Miðvikudagur
Metnaðardagurinn. Bekkjafundir í öllum bekkjum og fókusað er á metnað.

Fimmtudagur
Virðingardagurinn. Rætt í bekk með bekknum hvað virðing er og hvernig hún ætti að vera í tengslum við eineltisumræðuna. Getur einelti átt sér stað ef einstaklingarnir virða hvor aðra?

Föstudagur
Heiðarleikadagurinn. Hverjir eru heiðarlegir? Hvernig sýnum við heiðarleika? Er hægt að vera heiðarlegur en líka leggja í einelti? Hvað með þann sem verður var við einelti? Hvernig tengist heiðarleiki honum?