Fræðsla um rafrænt einelti – fyrirlestur í skólanum á Eyrarbakka.
Foreldrar / forráðamenn nemenda í 7. bekk.
Mánudaginn 3. des kl. 8:15 – 9:05 mun Helga Lind, félagsráðgjafi, ræða um einelti í netheimum. Ákveðið hefur verið að fræðslan verði sameiginleg að hluta fyrir nemendur og foreldra. Vonumst við til að með fræðslunni verði skapaður vettvangur fyrir foreldra og börn að ræða saman um málefni tengd öruggri og ábyrgri hegðun á Internetinu.“ Helga Lind kemur í skólann á Eyrarbakka með fræðsluna. Fyrsti hálftíminn verður fyrir krakka og foreldra saman en svo síðustu 20 mínúturnar verður hún bara með foreldrana.
Allir foreldrar hvattir til að mæta.
Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Árborgar