Á morgun er Öskudagur og munum við brjóta skólastarfið upp þess vegna. Nemendur unglingastigs munu hitta nemendur yngra stigs á Stokkseyri kl. 10 og slá köttinn úr tunnunni. Þá tekur við skemmtileg dagskrá þar sem nemendur og starfsmenn vinna saman í leik og starfi. Skóladeginum lýkur kl. 12:30, skólinn býður upp á gæslu fyrir þá sem þurfa fram að frístund sem opnar 13:15.