Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri í 2. sæti í Svakalegu lestrarkeppni Suðurlands! 📚🎉

Dagana 16. október til 16. nóvember tóku nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þátt í Svakalegu lestrarkeppni skólanna á Suðurlandi. Keppnin var hörð, og alls lásu nemendur í þátttökuskólunum sex samanlagt 262.318 blaðsíður á einum mánuði, algjörlega magnað!
Skólinn okkar stóð sig frábærlega og endaði í 2. sæti með glæsilegan meðaltalslestur, 312 blaðsíður á hvern nemanda. Stekkjaskóli hlaut fyrsta sætið með 316 blaðsíður á mann, og Grunnskólinn í Þorlákshöfn varð í þriðja sæti með 173 blaðsíður á mann.
Við erum sérstaklega stolt af árangri einstakra bekkja í BES:
4. bekkur átti stórbrotinn árangur með 761 blaðsíður á hvern nemanda – alls lásu 11 nemendur í bekknum saman 8375 blaðsíður! 👏
2. bekkur stóð sig einnig stórkostlega með 452 blaðsíður á hvern nemanda – alls lásu 14 nemendur í bekknum saman 6333 blaðsíður! 👏

Við óskum öllum þátttakendum hjartanlega til hamingju með þennan ótrúlega árangur og þökkum þeim fyrir að leggja sig fram í að efla lestur og læsi. Svakalega lestrarkeppnin hefur sýnt hversu mikinn kraft börnin okkar búa yfir þegar þau eru hvött til að lesa!
Höldum áfram að lesa og njóta! 📖✨