Gjöf frá Kvenfélagi Eyrarbakka

Kvenfélag Eyrarbakka hefur veitt skólanum rausnarlegan styrk upp á 150.000 krónur til kaupa á nýjum yndislestrarbókum fyrir litla bókasafnið okkar á unglingastigi. Hafdís bókasafnsvörður er þegar farin glugga í bókatíðindi og vafra um netið í leit að spennandi bókum sem höfða til nemenda.

Það verður sannarlega gaman þegar nýju bækurnar koma í safnið, því þær munu glæða lestraráhuga og gefa nemendum fjölbreytt úrval skemmtilegra bóka til að sökkva sér í. Kennarar og starfsmenn eru einnig afar ánægðir með þessa dýrmætu viðbót, enda er yndislestur mikilvægur hluti af því að efla lestrarmenningu og lestraránægju.

Við sendum Kvenfélaginu innilegustu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf!