Það ríkir mikill tafláhugi meðal nemenda í BES og margir efnilegir skákmenn eru þar á ferð. Það sýndi sig vel síðustu daga þegar nemendur tóku þátt í skákmótum af miklum krafti og komu heim með verðlaun og þátttökurétt á Íslandsmóti. Framtíðin er sannarlega björt!
Heiðrún kennari fór með hóp nemenda á þrjú skákmót í lok mars og byrjun apríl og stóðu krakkarnir sig með mikilli prýði.
Laugardagur 29. mars – Íslandsmót barnsveita (4.–7. bekkur)
Sveit skólans hafnaði í 2. sæti á landsbyggðinni, sem er frábær árangur í harðri keppni!
Liðsmenn: Hugi, Ívan, Jónas og Friðrik.
Sunnudagur 30. mars – Íslandsmót grunnskólasveita (8.–10. bekkur)
Aftur náði sveit skólans 2. sæti á landsbyggðinni.
Liðsmenn: Jósúa, Óskar Atli, Ívan og Friðrik.
Þess má geta að Ívan fékk borðaverðlaun eftir að hafa unnið 6 skákir, stórglæsilegt!
Miðvikudagur 2. apríl – Suðurlandsmótið í skólaskák
Miðstigið okkar gerði sér lítið fyrir og tók öll þrjú efstu sætin í landsbyggðarflokki!
Glæsilegur árangur hjá þeim Ívan, Ísaki og Hugó.
Ívan tryggði sér jafnframt þátttökurétt á Íslandsmótinu sem haldið verður á Ísafirði í maí.
Unglingastig:
Nemendur á unglingastigi stóðu sig einnig frábærlega.
Óskar Atli hafnaði í 2. sæti eftir harða baráttu og tryggði sér einnig þátttökurétt á Íslandsmótinu á Ísafirði.
Jósúa Eldar lenti í 4. sæti.
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum Heiðrúnu kærlega fyrir að leiða hópinn með myndarskap.
Einnig viljum við þakka foreldrum sem lögðu hönd á plóginn og fóru með hluta hópsins á mótin , samstarf heimilis og skóla skiptir öllu máli!
Fylgist með Facebook-síðu skólans, þar verða fleiri myndir birtar.