Skólastarfið hófst með skemmtilegum samhristingsdegi þar sem allir nemendur 1.–10. bekkjar tóku meðal annars þátt í samvinnuleiknum Indiana Jones. Hlátrasköll heyrðust vítt og breitt um þorpið og var mikið fjör í skólanum.
Dagurinn endaði á árlegu Ólympíuhlaupi í blíðskaparveðri. Boðið var upp á 2,5 km hring um hverfið í grend við Barnaskólann á Stokkseyri og gátu nemendur ýmist gengið, skokkað eða hlaupið allt að fjóra hringi (10 km). Allir sýndu frábæran dugnað og úthald. Stemningin var létt og gleðin skein úr hverju andliti.