Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur hér í BES þriðjudaginn 16. september. Nemendur í 1.-4. bekk fóru saman í fjöruna á Stokkseyri þar sem þau rannsökuðu lífríkið við sjóinn og nutu útivistar.

Nemendur í 5.-6. bekk plöntuðu trjám í Tjarnarskógi á Stokkseyri, og 7.-10. bekkur fór út við Kríu á Eyrarbakka þar sem þau tóku einnig þátt í gróðursetningu.

Þetta var virkilega skemmtilegur og lærdómsríkur dagur í alla staði, dagur þar sem náttúran fékk að njóta sín og nemendur lögðu sitt af mörkum.