Ný stjórn foreldrafélags BES hefur hafið störf

Í morgun funduðu fulltrúar nýrrar stjórnar foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri með stjórnendum skólans.
Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð og farsæld nemenda og efla tengsl heimila og skóla.

Í nýrri stjórn foreldrafélagsins eru:
Edda Bára Höskuldsdóttir, formaður,
Hulda Dröfn Jónasdóttir, varaformaður,
Sædís Ósk Harðardóttir, gjaldkeri,
Áslaug Halla Elvarsdóttir, ritari,
og meðstjórnendur Rakel Ýr Gunnlaugsdóttir, Guðfinna Ásta Kristjánsdóttir og Nína Dóra Óskarsdóttir.

Stjórnendur BES senda nýrri stjórn foreldrafélagsins bestu óskir og hlakka til góðs og árangursríks samstarfs í þágu skólans og nemenda.