Jólahefð

Í vikunni þáðu nemendur 10. bekkjar hið árlega boð frá Byggðasafni Árnesinga um að skreyta eftirlíkingu af elsta jólatré landsins í Húsinu á Eyrarbakka. Þessi heimsókn er ein af okkar uppáhalds hefðum í BES.
Upprunalega jólatréð, sem er spýtutré frá árinu 1873 úr uppsveitum Árnessýslu, eignaðist safnið árið 1955 og hefur það verið hluti af jólasýningu Hússins í áratugi. Nemendur skreyttu eftirlíkinguna undir hlýlegri og fróðri leiðsögn Lindu Ásdísardóttur, sem bauð jafnframt upp á jólatónlist af hljómplötum, heitt kakó, piparkökur og frábæran félagsskap.
Við erum ótrúlega þakklát fyrir að fá þetta heimboð ár eftir ár og fyrir að vera hluti af þessari fallegu jólahefð.