Vorferð föstudaginn 2. maí

Föstudaginn 2. maí fara 1.,2., 3., og 4. bekkur í vorferð til Hveragerðis. Börnin mega koma með sparinesti (samt engin sætindi né gos) í litlum bakpoka. Það verða ávextir um morguninn og pulsur í hádeginu.  Lagt verður af stað um 8:30 og fara 1. og 2. bekkur fyrst á Listasafn Árnesinga, og síðan að skoða Kjörís, 3. og 4. bekkur byrja í Kjörís og skoða síðan Listasafnið. 

Nesti verður borðað á Listasafninu. Um kl. 11:10 verður gengið í gegnum þorpið upp að hamrinum og grillað verður í útikennslustofu Hvergerðinga þegar þangað er komið.  Síðan verður skógurinn og hamarinn skoðuð, leikið og trallað.Til þess að börnin fái að njóta dvalarinnar lengur í skóginum, verður ekki lagt af stað fyrr en um 13:45 og má því búast við að börnin komi ekki heim fyrr er rúmlega 14:15 – 14:45.

Kveðja

Umsjónarkennarar