Í vetur skráði BES sig í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og tóku nemendur í 5. 6. og 7. bekk þátt í verkefninu. Hingað kom öflugur fyrirlesari sem fræddi starfsmenn um keppnina og nýsköpunarkennslu og kveikti mikinn áhuga á verkefninu. Ragnar Gestsson, smíðakennari hafði umsjón með verkefninu og undir hans stjórn skiluðu nemendur inn yfir 100 hugmyndum í keppnina.
1800 keppendur skráðu sig inn í keppnina af öllu landiun og voru síðan 45 nemendur valdir til að sækja vinnusmiðju í Háskólanum í Reykjavík dagana 22. – 23. maí nk. og fullvinna sínar hugmyndir.
Af þeim 45 nemendum sem komust í úrslit var einn frá BES! Það var Bjartþór Freyr Böðvarsson, nemadi í 7. bekk sem að hreppti eitt sæti í keppninni og óskum við honum hjartanlega til hamingju með það. Hann mun nú mæta í vinnusmiðjur í HR og fullvinna hugmynd sína.
Úrslit verða kynnt í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 25. maí í lokahófi keppninnar. Þá er það einnig ljóst að Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri hreppti Farandbikar NKG í flokki smærri skóla. Farandbikarinn fer til þess skóla sem sendir hlutfallslega inn flestar hugmyndir miðað við höfðatölu nemenda í 5,. 6,. og 7. bekk skólans.
Bikarinn verður afhentur í lokahófi NKG, sunnudaginn 25. maí kl. 15:00 í Háskólanum í Reykjavík.
Erum við mjög ánægð með þetta og verður þetta hvati til áframhaldandi þátttöku í þessu verkefni.