Skólavökur BES fara fram þriðjudag og fimmtudag í þessari viku. Þriðjudaginn 6. október verður skólavakan í skólahúsnæði unglingadeildarinnar á Eyrarbakka og hefst hún kl. 17:30. Viðfangsefni vökunnar er að kynna starfsemi skólans frá A til Ö. Einnig verða tveir kynningarfundir um Mentor annars vegar og nýja sýn skólans í stærðfræðikennslu hins vegar. Nemendur 10. bekkjar munu ásamt foreldrum sínum selja súpu og brauð að vöku lokinni en þau eru að safna fyrir útskriftarferð. Síðastliðið haust var riðið á vaðið með skólavökur sem tókust afskaplega vel, starfsmenn og stjórnendur BES hvetja foreldra og forráðamenn til að koma með sínum börnum og kynnast starfinu sem framundan er.