Árshátíð yngra stigs 1. apríl

Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri  föstudaginn 01. apríl. Hátíðin hefst kl. 09:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan kaffiveitingum að henni lokinni. Nemendur mæta samkv. stundaskrá  í skólann. Þau þurfa því að hafa fínu fötin með sér í skólann að morgni eða bara koma í þeim!

Eftirfarandi skipulag verður á árshátíðinni:

Allir bekkir yngsta stigs verða með  atriði á sviði. Kaffisala í Skruggudal er í höndum 10. bekkinga og hefst hún kl. 10.30. Áætluð heimferð nemenda er kl. 13.15. Foreldrar og aðrir ættingjar velkomnir. Kaffi og kökur kr. 600- fyrir fullorðna, 400-,- fyrir skólanemendur og frítt fyrir yngri börn.

Kveðja

Nemendur og starfsfólk BES