Miðvikudaginn 21. desember fara Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fram. Dagurinn hefst kl. 8:15 á stofujólum þegar umsjónarkennarar taka á móti sínum nemendum í heimastofum og eiga huggulega stund til kl. 10:00. Þá hefst hátíðardagskrá, jólahugvekja, jólahelgileikur, gengið í kring um jólatréð í skólanum á Stokkseyri og jólin sungin inn. Jólasveinarnir munu að sjálfsögðu kíkja við og gleðja. Lok Litlu jólanna eru kl. 11:30 en þá fer skólarútan af stað frá skólanum á Stokkseyri og keyrir nemendur í jólafrí.
Við minnum foreldra og forráðamenn á að fyrsti skóladagur á nýju ári er þriðjudagurinn 3. janúar n.k.
Um leið og starfsfólk Barnaskólans þakkar fyrir samstarfið og samveruna á árinu sem er að líða sendum við jólakveðjur til nemenda, foreldra, forráðamanna og velunnara skólans ásamt óskum um farsæld á komandi ári.
Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri