Þriðjudaginn 5. júní var skólaárinu 2017-2018 við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri slitið við hátíðlega athöfn. Mest vægi athafnarinnar fékk útskrift 10. bekkinga eins og fyrri ár. Nokkrir útskriftarnemar voru verðlaunaðir fyrir góðan árangur, Sigurbjörg Guðmundsdóttir hlaut námsverðlaun í ensku, dönsku, stærðfræði og íslensku, Andrea Karen Magnúsdóttir og Oliver Gabríel Figlarski fengu verðlaun fyrir elju og ástundun í námi og Gísli Rúnar Gíslason hlaut verðlaun fyrir ástundun og elju við leiklist.
Stjórnendur og starfsfólk Barnaskólans óska nemendum, forráðamönnum og nærsamfélagi gleðilegs sumars með þökkum fyrir liðið skólaár. Skólasetning fyrir skóla árið 2018-2019 verður miðvikudaginn 22. ágúst.