Miðvikudaginn 14. nóvember eru kennarar í Sveitarfélaginu Árborg boðaðir á fund vegna persónuverndarlaga kl. 13:30 á Selfossi. Af þeim sökum mun kennsla á unglingastigi falla niður eftir kl. 13:00 en á yngra stigi munu stuðningsfulltrúar gæta nemenda frá 13:15 og fer skólarútan þaðan kl. 13:55. Unglingar sem eru búsettir á Stokkseyri fara heim með rútu kl. 13:05. Á föstudaginn eru svo málstofur vegna starfsþróunarverkefnis sem Árborg er að vinna að í ár og hefjast þær kl. 13:20. Þá mun kennsla falla niður á báðum stigum frá kl. 13:00. Rútan fer þá frá Stokkseyri kl. 13 og stuttu síðar frá Eyrarbakka.
Við biðjumst velvirðingar á því ef þetta veldur ykkur óþægindum.
Með kærri kveðju,
Stjórnendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.