Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er heilsueflandi grunnskóli. Í vetur erum við að vinna með þátt heilsueflingarinnar sem snýr að mataræði og tannheilsu. Einn af þáttunum við þá vinnu er að gera skólareglur um nesti nemenda. Heilsueflingarteymi skólans er að vinna að gerð slíkra skólareglna í samráði við stjórnendur og munu nemendum, starfsmönnum og foreldrum verða kynntar reglurnar þegar þær eru klárar.
Á heimasíðu skólans er að finna leiðbeiningar um hollt og gott nesti: Leiðbeiningar um hollt og gott nesti