Leikhópurinn LOPI á Þjóðleik

Þá er Þjóðleik 2019 lokið í þetta skipti en leikhópurinn Lopi var með tvær sýningar, Irisi og Dúkkulísu og voru 17 leikarar og tæknimenn í hópnum. Þetta voru 13 leikarar úr 7. 8. og 10. bekk og svo 4 nemendur sem útskrifuðust vorið 2018. Það var ótrúlega gaman að fá þau aftur til liðs við okkur. Báðir sýningardagarnir gengu afar vel. Lopi sýndi klukkan 16.00 á föstudeginum og kl 12.00 á laugardeginum og voru báðar sýningarnar öflugar. Lopi sýndi Irisi fyrir hlé og Dúkkulísu eftir hlé og var þetta eini leikhópurinn sem var með tvær sýningar. Leikhópurinn fékk afar góð viðbrögð fyrir sinn leik frá áhorfendum og þökkum við það. Á föstudagkvöld borðuðu allir leikhóparnir saman, alls um 125 leikarar og leikstjórar og síðan var skemmtun þar sem allir leikhóparnir komu með atriði. Alveg frábært kvöld. Verkefnastjórn Þjóðleiks og leikstjórar komu með atriði sem sló í gegn.
 
Leikarar og tæknimenn Lopa stóðu sig afar vel alla báða dagana, voru jákvæð og virk og leyst öll sín verk af hendi með glæsibrag.
Við getum verið afar stolt af vinnu þessara krakka, sem hafa lagt mikið á sig allt æfingartímabilið. Einnig af þeim fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóginn, forráðmenn fyrir allan aksturinn, Kalli húsvörður fyrir leikmyndavinnu, Dúdda matráður fyrir að smyrja samlokur á löngum æfingadögum og aðstoða okkur á Þjóðleikshelgi og allir aðrir sem hafa aðstoðað hópinn.
 
Að lokum, kærar þakkir fyri allt tímabilið!
Magnús J. og Leikhópurinn Lopi