Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri á morgun fimmtudaginn 29. mars. Hátíðin hefst kl. 14:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan kaffiveitingum að henni lokinni.
Nemendur mæta samkv. stundaskrá í skólann og fara heim að árshátíð lokinni.Þau þurfa því að hafa fínu fötin með sér í skólann að morgni. Eftirfarandi skipulag verður á árshátíðinni:
1., 3., 5., 7. og 9. bekkur verða með atriði á sviði. 10. bekkur sér um kaffisölu í Skruggudal og aðrir bekkir sjá um undirbúning árshátíðarinnar og aðstoða við framkvæmd.
Daginn eftir árshátíðina mæta nemendur í skólann samkv. stundaskrá. Dagurinn verður notaður til að ganga frá eftir árshátíðina, föndra fyrir páskahátíðina og í íþróttahúsunum verður kynning á íslensku glímunni fyrir 5.- 10. bekk.
Eftir páska mæta nemendur í skólann þriðjudaginn 10. apríl samkv. stundaskrá.
Í páskavikunni verður skólavistin opin mánudag, þriðjudag og miðvikudag.
Foreldrar og aðrir ættingja velkmnir.
Kaffi og kökur kr. 800,- fyrir fullorðna, 400,- fyrir skólanemendur og frítt fyrir yngri börn.