Í gær fór fram árshátíð unglingastigs þar sem nemendur komu saman og skemmtu sér. Hátíðin var með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár. Hver árgangur var með skemmtiatriði og mættu nemendur í sínu fínasta pússi, borðuðu, hlógu og dönsuðu fram á nótt. Árshátíðin var hin glæsilegasta og eiga allir nemendur sem að henni komu mikið hrós skilið.
Charlotte Sigrid á Kósini