Fimmtudaginn 24. nóvember verður árshátíð nemenda í 7.-10. bekk haldin í skólanum á Stokkseyri. Húsið opnar klukkan 19:00, borðhald hefst klukkan 19:30. Eftir að borðhaldi lýkur taka við skemmtiatriði og dansleikur til kl. 23:30. Rúta ferjar nemendur frá Eyrarbakka yfir á Stokkseyri kl. 18:45 og aftur heim kl. 23:30. Þeir sem eiga eftir að borga fyrir miðann sinn geri það endilega sem fyrst (í síðasta lagi á fimmtudagsmorguninn), miðaverð er 1500kr. Á fimmtudaginn milli kl. 12:35 – 13:55 fer skreytinganefnd yfir á Stokkseyri að gera allt tilbúið fyrir árshátíðina.
Kennsla hefst svo á föstudaginn kl. 09:55.
Kær kveðja,
Haukur Gíslason,
forstöðumaður félagsmála við BES