Árshátíð unglingastigs

Fimmtudagskvöldið 23. október næstkomandi fer árshátíð unglingastigs fram í húsnæði skólans á Stokkseyri. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Að loknu borðhaldi sýna nemendur skemmtiatriði og stíga svo frískan dans í kjölfarið. Dansleik lýkur kl. 23:00 og hefst þá frágangur, rútur fara heim kl. 23:30. Miði á árshátíðina kostar kr. 1500 og þarf að greiða hann fyrir kl. 13:00 á fimmtudaginn á skrifstofu skólans á Eyrarbakka. Nemendur unglingastigs fá leyfi fyrstu tvær kennslustundirnar á föstudeginum. Kennsla hefst kl. 09:55. Rúta fer frá Eyrabakka 18:45 og til baka kl. 23:30.

Stjórnendur