Árshátíð yngra stigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður fimmtudaginn 22. mars í skólahúsinu á Stokkseyri.
Hátíðin hefst kl. 17 með hátíðardagskrá á sviði og síðan verða kaffiveitingar að henni lokinni. Nemendur mæta samkv. stundarskrá í skólann kl. 8:15 og eru til 13:55 þá fara þeir heim en verða að vera komnir aftur í skólann kl. 16:45. Einnig fer skólabíllinn frá Eyrarbakka kl. 16.30 og til baka að lokinni árshátíð.
Foreldrar og aðrir ættingjar eru velkomnir á hátíðina.
Við ítrekum að árshátíðin er hluti af skólastarfi og því er skyldumæting þar fyrir nemendur eins og aðra daga og það þarf að tilkynna forföll sérstaklega.
Kaffi og kökur kr. 600 fyrir fullorðna og 400 fyrir nemendur og frítt fyrir yngri börn. Veitingasala er til styrktar starfi foreldrafélagsins.
Á föstudaginn hefst kennsla svo kl. 8:15 en henni lýkur kl. 13:15. Þá mun rútan fara á Eyrarbakka en nemendur sem eru búsettir á Stokkseyri koma sér sjálfir heim.
Þar sem árshátíðin er utan hefðbundins skólatíma mun skólastarfi ljúka degi fyrr en sýnt var á skóladagatali. Skólaslit verða því 5. júní en ekki 6. júní eins og áður var auglýst.