Árshátíðir, Blár dagur og sparinesti

Árshátíðum yngra  og eldra stigs var frestað í skyndi fyrir páska vegna reglugerðar um takmarkanir á skólahaldi. Við höfum ákveðið að taka ekki ákvörðun um hvenær þær fara fram fyrr en búið verður að gefa út nýja reglugerð varðandi Covid. Föstudaginn 9. apríl næstkomandi er dagur einhverfunnar. Við mælumst til þess að nemendur og starfsfólk mæti í bláum fötum þann dag og þeir mega líka koma með sparinesti þann dag. Smá sárabót fyrir frestun á árshátíð. Í þessu samhengi bendum við öllum á að horfa á myndina Hvernig Titanic varð björgunarbáturinn minn sem sýnd var á RÚV á dögunum. Þetta er fróðleg mynd um einhverfu. Hlekkur á myndina er hér að neðan.

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/hvernig-titanic-vard-bjorgunarbaturinn-minn/31587/9d7iph?fbclid=IwAR3xRXEx3JHY_wGMAPawKP64AjI8-tnoAtwk7ufgqZbHfZ-bSkgMN0Cn27Q