18. nóvember – foreldraviðtöl
18. nóvember – foreldraviðtöl Read More »
Á dögunum komu börn frá leikskólunum Brimver á Eyrarbakka og Æskukoti á Stokkseyri í heimsókn á skólabókasafnið á Stokkseyri og í tilefni af degi íslenskrar tungu var haldin lestrarstund fyrir þau. Aníta Björg og Máni, nemendur í 4. bekk, lásu fyrir þau sögur. Aníta Björg las fyrir stelpurnar söguna Bína fer í leikskóla eftir Ásthildi Bj. Snorradóttir og Máni las
Lesið fyrir leikskólabörnin Read More »
Nemendur 9. bekkjar fengu í dag „ungabörn“ eða dúkkur sem þau eiga að annast næstu tvo sólarhringa. Þetta er eitt af verkefnum sem forvarnarnefnd Árborgar stendur fyrir. Þessi reynsla nemenda felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungabarna, gera mistök og leiðrétta þau, án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Verkefnið
Hugsað um ungabarn í BES Read More »
Kæru foreldrar og forráðamenn. Starfsdagur kennara er fimmtudaginn 17. nóvember og þá er frí hjá nemendum. Viðtalsdagur er föstudaginn 18. nóvember og fara viðtöl fram á Stokkseyri. Foreldrar skrá viðtalstíma með börnum sínum á Mentor. Stjörnusteinar – frístund Fimmtudaginn 17. nóvember opna Stjörnusteinar kl. 07.45 og er opið til 16.30 Föstudaginn 18. nóvember opnar frístundin
Starfs- og viðtalsdagar í nóvember 2016 Read More »
Nemendur í 4. bekk voru að ljúka náttúrufræðismiðju á miðvikudaginn var. Þau hafa undanfarnar vikur verið að vinna að smiðjunni „Lífríkið við ströndina“ þar sem þau frædust um lífríkið sem býr í og við fjöruna. Unnin voru skapandi verkefni og lögð áherslu á ritun og frásögn, ásamt því að læra með því að fá að
Lífríkið við ströndina í 4. bekk Read More »
Frá og með mánudeginum 7. nóvember fer skólabíllinn frá skólanum á Eyrarbakka kl. 07.50 en ekki 07.55. Þetta veldur því að hann er örlítið fyrr á öllum stöðvum! Með kveðju Stjórnendur BES
Breytt tímasetning á skólaakstri Read More »
Börnin í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri héldu upp á baráttudag gegn einelti 8. nóvember sl. með eftirminnilegum hætti. Yngstu bekkirnir 1.-3. hafa síðustu daga verið að vinna verkefni tengt efninu. Þeim finnst að einelti eigi hvergi rétt á sér, hvorki á vinnustaðnum þeirra, í skólanum, né annars staðar í samfélaginu. Til að vekja athygli
Börnin í BES héldu upp á baráttudag gegn einelti Read More »